ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/620

Titill

Leitir á Gnúpverjaafrétti

Útdráttur

Þessi ritgerð sem er lokaverkefni mitt til B.Ed. – prófs í kennaradeild Háskólans á Akureyri
fjallar um leitir og fjallferðir á Gnúpverjaafrétt og á hvern hátt megi miðla þeim staðbundna
fróðleik og þeirri reynslu sem fjallmenn á þessu svæði búa yfir til barna og unglinga í
Gnúpverjahreppi
Á hverju hausti leggja fjallmenn um land allt af stað á hestum sínum til að smala fé af
fjalli og koma því til byggða áður en vetur skellur á. Þar eru fjallmenn í Gnúpverjahreppi
engin undantekning. Að fara á fjall í leitir hefur tengst sögu og menningu okkar Íslendinga frá
því skömmu eftir landnám. Með aukinni tækni og breyttum búskaparháttum má þó gera ráð
fyrir að margt af því sem tengist þessum ferðum taki breytingum og jafnvel falli í gleymsku á
komandi árum. Til að koma í veg fyrir það og varðveita þá sögu sem þessum ferðum eru
tengdar þarf að miðla henni áfram til komandi kynslóða.
Grenndarkennsla felst í því að miðla fróðleik um heimabyggð nemenda og gera þá
læsa á nánasta umhverfi sitt bæði menningarlega, landfræðilega og náttúrufræðilega. Þannig
eru meiri líkur á að nemendur verði meðvitaðri um heimabyggð sína og umhyggja þeirra fyrir
því að viðhalda menningarverðmætum og sögu byggðarinnar og hlúa að umhverfinu eykst.
Öflug grenndarkennsla eykur einnig líkurnar á því að nemendur festi rætur í heimabyggð.
Fyrri hluti verkefnisins fjallar um grenndarfræði og grenndarkennslu. Hugtökunum
sögu- grenndar- og umhverfisvitund eru gerð skil en þessar vitundir eru taldar undirstöður
styrkrar sjálfsvitundar. Til þess að efla þessar vitundir hjá nemendum í Gnúpverjahreppi valdi
ég að fjalla um leitir á afrétti Gnúpverja. Útskýrt er hvert fjallmenn fara á hverjum degi og
hvaða örnefni koma fyrir þann dag. Einnig er saga örnefnanna skráð.
Í seinni hluta verkefnisins er lögð fram tillaga að kennsluverkefni þar sem markmiðið
er að stuðla að betri þekkingu nemenda í Gnúpverjahreppi á fjallferðum og leitum og
örnefnum sem afréttinum tengjast. Sýnishorn af sögum og ljóðum sem tengjast þessum
ferðum ásamt korti af afréttinum fylgir með verkefninu í viðauka.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf5,87KBOpinn Leitir á Gnúverjaafrétti - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf22,6KBOpinn Leitir á Gnúpverjaafrétti - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Leitir á Gnúpverja... .pdf981KBTakmarkaður Leitir á Gnúpverjaafrétti - heild PDF  
vidauki.pdf900KBTakmarkaður Leitir á Gnúpverjaafrétti - viðauki PDF  
Útdráttur.pdf11,4KBOpinn Leitir á Gnúpverjaafrétti - útdráttur PDF Skoða/Opna