ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6201

Titill

Mælingar á mannauði : virði og áhrif á rekstrarafkomu fyrirtækja

Leiðbeinandi
Skilað
Júní 2010
Útdráttur

Mannauður hvers fyrirtækis er líklega einhver dýrasta og vandmeðfarnasta auðlind sem það ræður yfir á hverjum tíma. Samsetning hópsins og hæfni hvers starfsmanns breytist í tímans rás og nýir starfsmenn bæta við þekkingu og hæfni sem áður var ekki til í fyrirtækinu. Heildarmat á því hver hæfni og þekking starfsmannahópsins er hverju sinni er oft óljóst enda margir þættir sem taka þarf tillit til við slíkt mat.
Tilgangur rannsóknarinn var að skoða hvaða aðgerðir í mannauðsmálum hafa áhrif á fjárhagslega niðurstöðu fyrirtækja. Sput er hvort að þessar aðferðir geti gefið upplýsingar sem nýtast megi til að reikna út virði mannauðs. Tvær aðferðir voru skoðaðar. Annars vegar var skoðuð bandarísk rannsókn sem sýnir fjárhagslegan ávinning af mannauðsaðgerðum og þætti hennar bornir saman við randæmi. Hins vegar voru settar fram reikniaðferðir sem lýsa sambandi talna úr rekstrarreikningi og fjölda stöðugilda eða starfsmanna. Þeim var einnig beitt í raundæminu til prófunar.
Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að þær aðferðir sem skoðaðar voru gefa gagnlegar upplýsingar sem nýta má sem innlegg við frekari mælingar. Virði mannauðs verður ekki fundið
með þessum aðferðum sem hér er lýst einum saman.

Samþykkt
10.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Mælingar á mannauð... .pdf751KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna