ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Viðskiptadeild>Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6203

Titill

Vildarþjónusta : árangur af kynningastarfi Arion banka (áður Kaupþings)

Leiðbeinandi
Skilað
Júní 2010
Útdráttur

Bankarnir þurfa að beita öðrum aðferðum til að ná og viðhalda athygli viðskiptavinarins. Mikilvægi þess eykt í ljósi þess að auðvelt er að herma eftir vörum annarra banka þannig að þjónusta verður á endanum sá þáttur sem bankarnir munu hafa til að aðgreina sig. Bankarnir hafa flestir innleitt hjá sér tryggðarþjónustu eða tryggðarkerfi sem miða að því að binda viðskiptavini betur hjá fyrirtækinu. Markmið skýrslunnar var að svara rannsóknarspurningunni. „Er árangur af markaðssetningu af Vexti vildarþjónustu Kaupþings ásættanlegur?" Skýrsluhöfundur skoðar hver árangur er af kynninga og markaðsstarfi Kaupþings eða Arion banka á vildarþjónustu sinni Vexti. Bæði var notast við megindlega og eigindlega rannsókn en framkvæmdar voru rýnihópakannanir og spurningakönnun sem send var á viðskiptavini í Vexti í gegnum Netbanka.
Miðað við niðurstöðu könnunar og rýnihópa þá telur skýrsluhöfundur að árangur af kynningastarfi sé ekki í samræmi við væntingar. Það voru frekar sláandi niðurstaða að eingöngu rúmlega helmingur eða 52,13% viðskiptavina sögðust vera í Vexti þar sem eingöngu þeir sem voru í þjónustunni voru spurðir. Markmiðið er að 80% viðskiptavina í Vexti vildarþjónustu viti að þeir séu í þjónustunni.
Í lok skýrslunnar setur höfundur fram tillögur að því hvernig bæta megi kynningu á Vildarþjónustunni.

Samþykkt
10.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerð - Guð... .pdf864KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna