is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6204

Titill: 
  • Vinnumarkaður í fjármálakreppu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Haustið 2008 skalla á alvarleg fjármálakreppa hér á landi sem orsakaði alvarlegt hrun á hlutabréfamarkaði og mikla lækkun á fasteignamarkaðri. Skuldir hins og opinbera og einkageirans hafa margfaldast á stuttum tíma og fjöldi heimila eru skuldum vafin. Framleiðsla hefur dregist saman og atvinnuleysi aukist mikið. Eitt mesta vandamál sem lönd standa frammi í fjármálakreppum og efnahagslægðum er atvinnuleysi og þróun þess eftir að kreppuárum líkur. Rannsóknir sýna að atvinnuleysi heldur áfram að aukast þrátt fyrir að botni niðursveiflunnar sé náð og jafnvel lengur. Með það að leiðarljósi var skoðað hvaða áhrif fjármálakreppan hefur haft á Ísland og hverjir verða fyrir mestu óhagræði í kjölfar efnahagslægðarinnar. Til samanburðar voru skoðaðar rannsóknir og skýrslur sem birtar hafa verið um fjármálakreppur og afleiðingar þeirra. Niðurstöður benda til þess að lönd sem lent hafa í alvarlegum fjármálakreppum deili með sér sameiginlegum einkennum. Þessi einkenni eru þrennskonar, í fyrsta lagi hrun á hlutabréfa-og fasteignamarkaði. Í öðru lagi dregst framleiðsla saman og atvinnuleysi eykst. Í þriðja lagi aukast skuldir hins opinbera, annars vegar vegna kostnaðarsamra björgunaraðgerða og hins vegar vegna þeirra áhrifa sem fjármálakreppur hafa á tekjuhalla hins opinbera. Mistök í stjórn efnahags-og peningamála getur reynst dýrkeypt og snúið hefðbundnum samdrætti í kjölfar fjármálakreppa upp í alvarlega efnahagslægð. Greining vandamála og úrlausnir geta komið í veg fyrir kerfislæga breytingu sem á endanum getur leitt til langtíma atvinnuleysis. Samdráttur í framleiðslu og aukið atvinnuleysi dregur úr hagvexti og hægir um leið á bata.

Samþykkt: 
  • 10.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
georgia olga kristiansen ba final.pdf4.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna