ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6205

Titill

Standast kenningar um staðalmyndir kynja, femínisma og klámvæðingu þankagang nútímans? Dýr ferð fjármálastjóra KSÍ á nektardansstað: Umræða spegluð í kenningum

Skilað
September 2010
Útdráttur

Íslensk þjóðfélagsumræða hefur opnast á síðustu áratugum meðal annars í krafti örrar tækniþróunar. Stór hluti landsmanna nýtir sér internetið daglega, þar sem auðvelt er að tjá skoðanir á óheflaðan máta. Í ljósi sífellt mikilvægara hlutverks internetsins er forvitnilegt að velta því fyrir sér hvers konar umræðuvettvangur það er.
Hallað hefur á konur svo lengi sem saga mannkyns nær til, þær hafa verið settar á lægri skör af körlum og ekki fengið tækifæri til þess að taka þátt í uppbyggingu samfélaga til jafns á við þá. Femínistahreyfingar hafa barist fyrir jafnri stöðu kynjanna og auknum réttindum kvenna í heimi, sem var byggður upp af körlum. Á síðustu áratugum hafa konur sóst eftir auknum áhrifum innan svæða sem til fortíðar hafa verið „svæði karla.“ Samhliða auknum völdum kvenna hafa viðhorf til kynlífs- og klámiðnaðarins breyst og iðnaðurinn hefur skotið rótum víða í nútímamenningu.
Haustið 2009 komst upp að fjármálastjóri Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) heimsótti nektardansstað í Sviss en háum fjárhæðum af korti KSÍ var eytt inni staðnum. Í kjölfar þess fór fram umræða í íslensku samfélagi. Í ritgerðinni verður gerð tilraun til þess að varpa ljósi á þá umræðu í krafti fræðilegra kenninga. Sérstöku ljósi verður beint að umræðu sem fram fór á internetinu.

Samþykkt
10.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
rutgerd-BM[1].pdf415KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna