is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6213

Titill: 
  • Áhrif kvenleiðtoga á fylgi ytri hægri flokka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum og áratugum hefur hið pólitíska landslag breyst með tilkomu nýrra flokka, einkum yst á sitthvorum enda á vinstri/hægri ássins. Þessir flokkar þykja um margt róttækari en forverar sínir og eru oft umdeildir vegna stefnumála. Þetta á sér í lagi við um flokkana yst til hægri sem þykja ýta undir fordóma í garð innflytjenda og ala á ótta íbúanna. Þrátt fyrir að vera umdeildir hafa ytri hægri flokkar hlotið góða kosningu víða í Evrópu og á Vesturlöndum, og virðast síður en svo vera í rénun.
    Sett er fram sú tilgáta, með hliðsjón af bók Anne Phillips The Politics of Presence, að nærvera kvenna í formannssæti og á listum ytri hægri flokka hafi áhrif á fylgi þeirra. Nærvera kvenna hafi fremur áhrif á fylgi en sveiflur á samfélagsbreytunum; atvinnuleysi og fjölda innflytjenda sem valdar eru út frá rannsókn Kai Arzheimer (2009). Þrjú lönd þar sem konur hafa á einhverjum tímapunkti leitt ytri hægri flokk liggja til grundvallar, Ástralía, Danmörk og Noregur. Einfaldri samanburðaraðferð er beitt, fylgisbreytingar milli tvennra kosninga á formannstíma kvenna eru bornar saman við breytingar á samfélagsbreytunum tveimur samkvæmt tölum frá hagstofum landanna og OECD.
    Í ritgerðinni er gerð grein fyrir helstu hugtökum sem liggja til grundvallar, til dæmis hinum pólitíska ás og ytri hægri. Einnig er fjallað um þátttöku kvenna í stjórnmálum, helstu áherslumál þeirra og hugsanlegar takmarkanir. Í framhaldi af þessu er umræða um kynjabil í kosningahegðun kynjanna og þróun þess. Að lokum eru niðurstöður samanburðar kynntar og stutt umræða í kjölfarið.

Samþykkt: 
  • 11.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6213


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAA_skemma.pdf713.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna