ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6225

Titill

Á frjálshyggja Miltons Friedmans enn við?

Skilað
Október 2010
Útdráttur

Samfélög manna mótast af hugmyndum. Hugmyndafræði frjálshyggjunnar hefur af mörgum verið talin ein megin orsök hrunsins 2008. Einn helsti hugmyndafræðingur frjálshyggjunnar á 20. öld var Milton Friedman. Hér verður leitað svara við því hvort frjálshyggja Miltons Friedmans eigi enn við. Leitast verður við að kynna frjálshyggju Friedmans. Jafnframt verður henni skipt niður í staðreyndahagfræði og samfélagssýn. Því næst er gagnrýni kynnt til sögunnar. Skoðað verður það samræmi sem hægt er að finna milli niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis á orsökum bankahrunsins og þeirra viðvarana sem koma fram í frjálshyggju Friedmans. Hagkerfi Íslands á árunum 2003-2009 er athugað og helstu hagstærðir skoðaðar. Þar má sjá tölur sem benda til að atvinnustefnu (Keynes) hafi verið beitt á Íslandi á árunum 2004-2009. Við samanburð má sjá að frjálshyggja Friedmans hittir naglann á höfuðið í gagnrýni sinni á atvinnustefnu. Rök hníga að því að frjálshyggju Friedmans takist að útskýra hrunið. Jafnframt ýmis önnur vandamál hér á landi. Til að mynda „Sjálfheldu sérhagsmunanna“ og hvernig ríkisábyrgð leiðir kapítalismann í glötun. Í lokin er ákveðin siðferðileg gagnrýni á frjálshyggju Friedmans athuguð nánar og siðferði Friedmans túlkuð. Þar kemur fram að siðferði Friedmans gefi mikilvægt sjónarhorn á ýmis vafamál hér á landi. Vafamál þessi eru fátækt, siðferði stjórnenda og samfélagsleg ábyrgð.

Samþykkt
14.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
a frjalshyggja fri... .pdf1,06MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna