is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/622

Titill: 
  • Myndsköpun barna : frumleiki í hugsun og verki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við leikskólabraut Kennaraháskóla Íslands, vormisserið 2007. Í ritgerðinni er fjallað um myndsköpun barna og hvernig megi túlka viðfangsefni með myndrænum hætti. Mikilvægi myndsköpunar sem náms- og þroskaleið er ómælanleg en mikilvæg vídd. Huga þarf að auknu gildi þess í margbrotnu samfélagi á tímum hraða og tímaskorts að hlú að frjórri og skapandi hugsun þannig að sköpunarhæfileikar einstaklingsins fái að njóta sín á uppbyggilegan og þroskandi máta án íhlutunar. Myndsköpun hefur ómetanlegt gildi sem mikilvægur tjáningarmiðill og er öflugur þroskagjafi í sálarlífi ungra barna.
    Komið er inn á kenningar í uppeldis- og menntunarfræðum sem hafa mikil áhrif á skólastarf. Fjölgreindarkenning Gardners byggir á margvíslegum athugunum hans á einstaklingum með ólíkan bakgrunn og getu ásamt samanburði á fólki frá ólíkum menningarheimum. Kenningin samanstendur af átta eða fleirum jafngildum greindarsviðum sem þroskast á mismunandi hátt og á misjöfnum tíma hjá hverjum einstaklingi, farið er í gegnum mikilvægi hverrar greindar fyrir sig og gildi þess að örva greindirnar.
    Einnig er fjallað um kenningar Rhodu Kellogg. En rannsóknir hennar byggjast á geysistóru úrtaki teikninga barna þar sem hún flokkar þær eftir mynstri, staðsetningu þess, formi, en leitar ekki raunsæis í myndunum.
    Aðal markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á hvernig hægt er að örva þessar átta mismunandi greindir með myndsköpun í leikskólastarfinu. Dregin er upp mynd af því hvernig auðga má reynsluheim barna og örva þau með mismunandi hætti til þess að tjá upplifanir sínar í myndsköpun.

Samþykkt: 
  • 27.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/622


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Myndsköpun barna -Frumleiki í hugsun og verki.pdf770.37 kBOpinnPDFSkoða/Opna