ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6245

Titlar
  • Umhverfisstjórnun á Keflavíkurflugvelli: viðhorf og leiðir

  • en

    Environmental Management in Keflavik Airport: perspectives and implementation

Skilað
Október 2010
Útdráttur

Markmið rannsóknarinnar voru þríþætt: Í fyrsta lagi að greina frá afstöðu starfsmanna Keflavíkurflugvallar ohf. (KEF) til umhverfismála á Keflavíkurflugvelli með spurningalistakönnun. Í öðru lagi að komast að afstöðu framkvæmdaráðs til ISO 14001 alþjóðlega umhverfisstaðalsins. Í þriðja lagi að skoða hvernig aðrir erlendir flugvellir starfa eftir umhverfisstjórnunarkerfi. Þátttakendur voru starfsmenn KEF og sendir voru út 280 spurningalistar og svöruðu 198 eða 71%. Aðferðin sem var notuð var bæði megindleg og eigindleg, stærstur hluti verkefnisins var megindleg rannsókn sem fólst í að leggja spurningalista fyrir starfsfólk KEF og auk þess voru tekin viðtöl við fjóra einstaklinga sem ekki vinna á Keflavíkurflugvelli og rannsakandi vissi að þeir þekkja vel umhverfisaðstæður svæðisins. Þá var lýsandi tölfræði notuð við framsetningu gagna og viðtölin sett fram í texta. Niðurstöðurnar sýna að háu hlutfall svarenda þykir mikilvægt að umhverfisvöktun fari fram á grunnvatni, jarðvegi, andrúmslofti og að framkvæmdar séu hljóðmælingar á flugvallarsvæðinu. Starfsmennirnir voru jákvæðir í garð umhverfismála og sýndu niðurstöðurnar einnig að mikill meirihluti starfsmanna telur mikilvægt að komið verði á fót skipulagðri stjórnun umhverfismála. Hvað umhverfi Keflavíkurflugvallar varðar eru það helst frárennslismálin sem er aðalvandamálið. Jarðlagagerðin á svæðinu veldur því að efni eiga greiða leið niður í grunnvatnið og því er umhverfisvöktun mikilvæg á þessu svæði.

Samþykkt
15.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
RITGERDIN_SKEMMAN_... .pdf2,44MBLokaður Heildartexti PDF  
SKEMMAN EFNISYFIRL... .pdf172KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna