ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/625

Titill

Ég er með flogaveiki : upplýsingar fyrir foreldra og starfsfólk skóla

Útdráttur

Flogaveiki er sem betur fer ekki það algeng að í hverjum skóla sé a.m.k. einn
einstaklingur sem er flogaveikur en líkurnar á að einhverntímann komi nemandi í
skólann sem er flogaveikur eru miklar. Sá skilningur og sú þekking sem almenningur
hefur á flogaveiki fer vaxandi en samt sem áður verða foreldrar að standa þétt við
bakið á barninu sínu og líta á það sem sitt hlutverk að fræða aðra um flogaveiki.
Skólinn sem stofnun getur stutt vel við bakið á nemanda með flogaveiki og foreldra
þess með því að leggja sitt af mörkum til að fræða starfsfólk sitt og nemendur. Þannig
eykst skilningur þeirra sem umgangast barnið í skólanum og minni hætta er á
fordómum byggðum á vanþekkingu. Samband foreldra og starfsfólks skóla gegnir þar
veigamiklu hlutverki. Þegar kemur að því að tryggja nemandanum sem besta líðan í
skólanum og að nemandinn geti starfað á sem eðlilegastan máta innan veggja skólans
skipta góð samskipti milli heimilis og skóla sköpum. Það er mikilvægt fyrir barnið að
vel sé hugsað um þarfir þess bæði í skólanum og á heimilinu og að samræmi sé þar á
milli. Þessi ritgerð og bæklingur eru skrifuð með það í huga að auðvelda foreldrum
það ferli sem fer í gang þegar einstaklingur með flogaveiki hefur skólagöngu bæði
áður en skólinn hefst sem og út alla skólagönguna.
Bæklingurinn er fyrir foreldra barna með flogaveiki þar sem farið er yfir það sem
þarf að gera þegar barn með flogaveiki hefur skólagöngu ásamt upplýsingum um
flogaveiki og helstu gerðir floga. Í rigerðinni er farið ítarlegar yfir málin bæði
fræðilega sem og nánar er skýrt frá ferlinu allt frá fyrsta fundi vorið áður en skólinn
hefst. Þar er fræðsla fyrir foreldra sem og starfsfólk skóla ásamt kafla um félagsleg
áhrif og fordóma.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf23,1KBOpinn Ég er með flogaveiki - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
jona_kristin_gunna... .pdf127KBOpinn Ég er með flogaveiki - bæklingur PDF Skoða/Opna
lokaritgerd_jona_k... .pdf172KBOpinn Ég er með flogaveiki - heild PDF Skoða/Opna
Útdráttur.pdf22,8KBOpinn Ég er með flogaveiki - útdráttur PDF Skoða/Opna