is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6263

Titill: 
  • Atferlisfjármál
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Atferlishagfræði (e. Behavioural economics) og atferlisfjármál (e. behavioural finance) eru náskyldar fræðigreinar sem báðar reyna að útskýra hvernig atferli getur haft áhrif á ákvarðanatöku einstaklings. Flestar hagfræðikenningar gera ráð fyrir því að einstaklingur taki alltaf skynsamar (e. rational) ákvarðanir. Sú forsenda er þó langt frá því að vera nær raunveruleikanum og því fóru fræðimenn að nota sálfræði til að skýra það hvernig einstaklingur tekur ákvarðanir. Atferlishagfræði og atferlisfjármál eru eins og áður segir náskyldar fræðigreinar, svo náskyldar að margir eiga erfitt með að átta sig á muninum og flokka þær því undir sama hatt. Munurinn á þeim felst þó í megin atriðum í því að atferlishagfræði reynir að útskýra hvernig einstaklingurinn tekur ákvarðanir hvort sem að þær eru skynsamar eða óskynsamar (e. irrational) en atferlisfjármál hafa að gera með það hvernig fjárfestar hegða sér á fjármálamörkuðum og það hvernig ákvarðanir hafa áhrif á markaðinn í heild sinni. Í því samhengi má nefna að atferlisfjármál geta haft afgerandi áhrif á kenninguna um skilvirkni markaða (e. efficient market hypothesis) en kenningin um skilvirkni markaða segir til um það, að þau verð sem að eru í gangi á markaði á hverjum tíma fyrir sig endurspegli allar þær upplýsingar sem að eru til staðar (Bodie, Kane, & Marcus, 2009).
    Hér verður leitast við að skoða helstu aðferðir sem að fræðin um atferlisfjármál hafa fram að færa. Atferlisfjármál er fræðigrein sem að ekki hefur fengið mikla athygli í íslenskri þjóðfélagsumræðu undanfarin misseri þrátt fyrir róstusama tíma í íslensku efnahagslífi. Í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi hafa margir fagaðilar sem með einum eða öðrum hætti hafa aðkomu að hinum íslenska fjármálamarkaði gert tilraun til að svara áleitnum spurningum sem upp komu í kjölfar hrunsins. Þeim spurningum hefur hingað til verið svarað út frá hinum ýmsum sjónarhornum en minna hefur verið fjallað um hið íslenska efnahagshrun út frá sjónarhóli atferlisfjármála.
    Þrátt fyrir að hafa ekki fengið mikla umfjöllun á Íslandi eru atferlisfjármál veigamikill þáttur í fjármálaumræðu erlendis og fjöldi fræðigreina verið ritaðar um atferlisfjármál á erlendum vettvangi. Með þeim aðferðum sem fræðin um atferlisfjármál hafa fram að færa er hægt að leitast við að svara mörgum af þeim áleitnu spurningum sem hafa vaknað í kjölfar hrunsins með annarri nálgun en hingað til hefur verið gert. Það er ætlun mín í þessari ritgerð að rýna ofan í helstu flokka atferlisfjármála ásamt því að útskýra nokkur atvik í aðdraganda íslenska efnahagshrunsins út frá sjónarhóli atferlisfjármála.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atferlisfjármál - Gardar Saevarsson 121286-2979.pdf275.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna