is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6270

Titill: 
  • Spekileki og nám erlendis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ísland er fámenn þjóð og ekki er allt nám í boði hérlendis. Með því að sækja nám til annara landa er verið að stuðla að efnahagslegum og tæknilegum framförum þjóðarinnar og því er mikilvægt að námsmenn snúi til baka að loknu námi. Þegar hópur hæfileikaríkra einstaklinga flyst frá einu landi til annars í leit að betri tækifærum eða lífskjörum kallast það spekileki. Spekileki er þýðing á enska hugtakinu „Brain drain“ og hafa margar þjóðir í heiminum orðið fyrir áhrifum hans. Nokkur lönd hafa hins vegar komið vel út þrátt fyrir spekileka og Ísland virðist vera eitt þeirra landa. Flestir þeirra Íslendinga sem hafa farið erlendis í nám hafa kosið að snúa til baka en ástæðurnar fyrir því liggja ekki eins ljóst fyrir og þær hafa gert í öðrum löndum. Skoðað var hvernig þróunin hefur verið meðal íslenskra nemenda í námi hér á landi og erlendis. Litið var á niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið í tengslum við viðfangsefnið og rætt var um helstu ástæður heimkomu nemenda. Einnig voru skoðaðar ástæður þess að sumir snúa ekki aftur heim að loknu námi erlendis. Helstu niðurstöður voru þær að þeir sem höfðu lært erlendis voru líklegri til að sækja um vinnu utan Íslands og líkur á búsetu erlendis jukust eftir því sem nám var meira. Auk þess skipti máli að einstaklingar gátu fengið atvinnutækifæri í landinu sem þeir völdu sér búsetu að loknu námi. Einnig kom fram að fjölskyldubönd á Íslandi eru sterk og vildu menn gjarnan að sú tenging gengi í erfðir til barna þeirra.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Ritgerd-LiljaHronn.pdf399.92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna