is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6271

Titill: 
  • Sambland af hunangi og hörku: Viðhorf til karl- og kvenstjórnenda, stjórnunarstíls og samskiptahátta
  • Titill er á ensku Stirring honey with toughness: Attitudes towards men and women in management, communication and management style
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í rannsókninni er skoðað hvort munur er á stjórnunarstíl karlstjórnenda annars vegar og kvenstjórnenda hins vegar. Jafnframt er reynt að greina hvort ímynd stjórnunarstarfsins sé kynjað og er þar átt við hvort fólk á vinnumarkaði hafi þá staðalmynd að karlar eigi að gegna starfi stjórnenda frekar en konur. Leitast var eftir því að skoða hvort munur væri milli kynja í þremur hlutverkum stjórnandans; samskiptahlutverkinu, upplýsingahlutverkinu eða í ákvarðanahlutverkinu. Kenningum um eiginleika stjórnenda og tilfinningagreind er gerð ítarleg skil og er þeim beitt á viðeigandi rannsóknarspurningar.
    Eigindlegri rannsóknaraðferð með fyrirbærafræðilegri nálgun var beitt og voru alls tíu þátttakendur í rannsókninni. Þau gögn sem liggja til grundvallar eftir viðtölin fengu umfjöllun í kaflanum á eftir og var þeim raðað upp í þeirri röð er rannsóknarspurningarnar voru settar upp í inngangskafla. Í lok hverrar umfjöllun voru rannsóknargögnin skoðuð í kenningarlegu ljósi.
    Niðurstöðurnar sýndu að kvenstjórnendur beita umbreytingarforystu við stjórnun en karlstjórnendur notast við framkvæmdarforystu. Kemur fram að stjórnunarstarfið er kynjað og að kvenstjórnendur virðast vera í tilvistarkreppu í hlutverki stjórnenda sem speglast í óöryggi í samskiptum. Þá skortir á tengslanet þeirra sem hefur aftur áhrif á upplýsingahlutverk þeirra sem stjórnanda og þar af leiðandi má álykta að það hafi áhrif á hraða þeirra við ákvarðanatöku. Að auki kom fram að stjórnendaþjálfun væri mikilvæg og þá sérstaklega þjálfun í samskiptum stjórnenda. Að lokum var lagt til að háskólasamfélagið og atvinnulífið tæki höndum saman og kæmi á laggirnar kerfi mentora fyrir nemendur í stjórnun til þess að koma til móts við þær kröfur sem fram komu í rannsókninni um þjálfun og aukna tilfinningagreind stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði sem og stuðning við stjórnendur eftir að í starfið er komið.

  • Útdráttur er á ensku

    This study´s main agenda was to research if the concept of management is gendered in the way that people feelings and perception of the management job is male biased or not. In relation it is studied if there is a gender difference in management style where three roles of management were particularily examined; the interpersonal role, the informational role and the decisional role. Theory of leadership traits is discussed in detail, followed by a detailed discussion about emotional intelligence. These theories are used accordingly with the main research questions in order to reach an academic conclusion.
    The research method was qualitative with phenomenological approach where ten participants were interviewed in depth and could freely share their beliefs, values and experience. The collected data was lined up and analysed in the following chapter were the research questions were lined up in the same order as in the beginning. At the end of each discussion and analysis the appropriate theories from the theory section were used to help reach a conclusion.
    The data showed that women in management are more prone to transformational leadership style while men in management have more tendencies to use transactional leadership style. Further, the data showed that the management job is indeed gendered where employees have tendencies to think of the manager as male. That seems to lead to the fact that women in management are not sure of what role to expose in the management job which indicates and is likely to cause insecurity in communications on the job. Women also lack networks and information channels that affect the informational role. It is therefore assumed that it affects the speed of women‘s decisionmaking, undermining their decisional role.
    Management training was considered important and in particular lacking when it comes to manager‘s communication skills. Finally, it was suggested that the university community as well as the labour market form an agreement to establish a mentor system for prospective managers, to meet the needs and claims discussed in the study about lack of training and emotional intelligence among managers in the Icelandic labour market as well as providing continued support for managers on the job.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6271


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sambland af hunangi og hörku.pdf493.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna