ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6272

Titill

Tvíhljóðun í íslensku. Um tvíhljóðun og þróun tvíhljóða í íslensku máli til forna

Skilað
September 2010
Útdráttur

Tímabilið í sögu íslenska hljóðkerfisins, sem hér verður til umfjöllunar, spannar frá miðri 12. öld og fram á þá 16. Í upphafi þessa tímabils átti íslenska þrjú tvíhljóð, au, ei og ey, en snemma tvíhljóðuðust einnig é, æ, ó og á. Um skeið átti íslenska því sjö tvíhljóð en jafnan er gert ráð fyrir fimm í nútímaíslensku. Eftir samfall ey við ei og klofning é í samband j og e fækkaði eiginlegum tvíhljóðum um tvö. Ef undan er skilin lausleg umfjöllun í yfirlitsritum hefur ekki áður verið ritað um þessar breytingar í heildarsamhengi. Þessi ritgerð fjallar ofangreindar um tvíhljóðanir en einnig almennt um þróun tvíhljóða – bæði hinna gömlu og nýju – fram að tíma hljóðdvalarbreytingarinnar á 16. öld.
Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að endurskoða þurfi ýmsar viðteknar hugmyndir um sögu tvíhljóðanna. Til að mynda bendir flest til þess að tvíhljóðin þrjú, sem forníslenska erfði frá samnorrænu, au, ei og ey, hafi haft hljóðgildin [ɔu], [ɛi] og [øy] fremur en [au], [ei] og [øy] eins og jafnan er haldið fram. Jafnframt hefur komið í ljós að tvíhljóðun ónálægu löngu sérhljóðanna hófst fyrr en hingað til hefur verið talið, eða þegar í lok 12. aldar í tilviki frammæltu hljóðanna é og æ, en sennilega um hálfri öld síðar í tilviki ó og á. Einnig hefur komið á daginn að áhrif tvíhljóðunar á stafsetningu handrita eru víðtækari en ætla mætti við fyrstu sýn og stafar það sennilega af þeirri umbyltingu sem verður á sérhljóðakerfinu á 13. til 14. öld og rætt er um í ritgerðinni. Eftir hana hafa tvíhljóð aðra stöðu í hljóðkerfinu en áður.

Samþykkt
20.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
AdalsteinnHakonars... .pdf808KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna