ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/628

Titill

Þróun náttúrufræðinámskráa og tengsl þeirra við forhugmyndir nemenda

Útdráttur

Í aðalnámskrá grunnskóla eru leiðbeiningar og lög sem skólahald í grunnskólum á Íslandi
byggist á. Til að skólarnir nái að þróast með samfélaginu þarf aðalnámskráin að vera í
sífelldri endurskoðun. Í aðalnámskrá kemur meðal annars fram hvernig skipta á
námsgreinum, framkvæma námsmat, kennsluhættir og kennslutillögur. Aðalnámskrá
hefur komið út fimm sinnum síðan 1960. Hún kom út árin 1960, 1976, 1989, 1999 og
2007. Í hvert sinn sem ný aðalnámskrá lítur dagsins ljós er búið að endurskoða hana og
laga að samfélaginu. Þær námsgreinar sem kenndar eru á Íslandi hafa alltaf haft
námsmarkmið, þessi markmið er að finna í aðalnámskrá. Náttúrufræði er ein af
námsgreinum í skólum og hafa námsmarkmið og áherslur í henni breyst mikið í gegnum
árin. Þegar fyrsta námskráin kom út 1960 var lögð mikil áhersla í náttúrfræðihlutanum á
tengsl nemenda við náttúruna og vernd hennar. En með nýjum námskrám var áherslan
lögð á vísindaleg vinnubrögð og hagnýtingu náttúrunnar. Stefna nýrrar
náttúrufræðinámskrár sem tekur gildi árið 2010 er afturhvarf til gamalla tíma, lögð er
áhersla á að efla tengsl vísinda við reynsluheim nemenda. Nemendur eiga kost á því að fá
að nálgast náttúruna út frá sínum eigin hugmyndum. Nemendur koma í skólanna með
ákveðnar hugmyndir og sýn á heiminn sem þau búa í. Þessar forhugmyndir nemenda
byggjast á reynslu barnanna en ekki vísindalegum tilraunum eða hugsunum.
Skólayfirvöld eru farin að viðurkenna að forhugmyndir nemenda skipta máli í kennslu og
þá sérstaklega í náttúrufræðikennslu. Til að ná sem bestum árangri í kennslu ætti að taka
tillit til þessa forhugmynda nemenda, það hjálpar þeim að byggja ofan á þá þekkingu sem
þeir hafa þegar öðlast sjálfir án hjálpar kennarans eða annarra fræðimanna.

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf96,1KBOpinn Þróun náttúrufræðinámskráa - efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf75,8KBOpinn Þróun náttúrufræðinámskráa - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Ritgerð.pdf256KBTakmarkaður Þróun náttúrufræðinámskráa - heild PDF  
fylgiskjöl með rit... .pdf57,0KBTakmarkaður Þróun náttúrufræðinámskráa - fylgiskjöl PDF  
Úrdráttur.pdf44,4KBOpinn Þróun náttúrufræðinámskráa - útdráttur PDF Skoða/Opna