is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6280

Titill: 
  • Viðhorf Íslendinga til Persaflóastríðsins
  • Titill er á ensku The Impact of the Persian Gulf War in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um áhrif Persaflóastríðins á Íslandi og viðbrögð Íslendinga við því. Viðfangsefnið er greint út frá breiðum grunni með því að taka fyrir afstöðu stjórnvalda, stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka, fjölmiðla, félagasamtaka og almennings. Áhersla er lögð á að greina orðræðu þessara hópa og fjalla um mismunandi afstöðu fólks til stríðsins. Sýnt er fram á víðtæk áhrif á alla þætti samfélagsins, skiptar skoðanir innan ríkisstjórnarinnar og meðal stjórnmálamanna. Stríðið klauf fjögurra flokka stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks, Borgaraflokks og Alþýðubandalags í tvennt í afstöðunni til stríðsins. Hér bar hæst skoðanaágreining Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra og Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra. Í krafti stöðu sinnar mótaði Jón Baldvin stefnu stjórnarinnar í málinu á alþjóðavettvangi og studdi heilshugar hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna gegn Írökum og taldi þær réttlætismál. Steingrímur tók hins vegar undir málstað andstæðinga stríðsins og vildi tengja Persaflóadeiluna við Palestínumálið. Færð eru rök fyrir því að einsleit umfjöllun fjölmiðla um stríðið, sem var mjög mikil, hafi haft mótandi áhrif á afstöðu íslensks almennings og dregið fram tæknilegar hliðar stríðsins á kostnað mannlega þáttarins. Eðli fjölmiðlunar á Íslandi breyttist varanlega með útsendingum sjónvarps frá erlendu fréttastöðvunum CNN og Sky sem sendar voru út beint og óþýddar. Þær mótuðu enn frekar viðhorf almennings til stríðsins og styrku hugmyndir manna um hátæknistríð þar sem hvorki blóð né lík komu við sögu. Greina mátti aukna hernaðarhyggju meðal almennings og stríðsáhuga sem var í andstöðu við sjálfsmyndir um vopnlausa þjóð.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_ritg_sigurduragustsson.pdf559.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna