ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6292

Titill

Fjármálakerfi og hagvöxtur. Fræðileg yfirferð og vísbendingar frá Íslandi

Skilað
September 2010
Útdráttur

Markmið þessarar yfirferðar er að skoða þátt fjármálakerfa í efnahagslegri framþróun hagkerfa með áherslu á Ísland. Byrjað er á að skoða viðfangsefnið í fræðilegu ljósi þar sem farið er yfir helstu kenningar um hlutverk fjármálakerfa við fjármálalega milligöngu og eftirfylgni með lánþegum. Eftir það er skoðað hvernig yfirfæra má fræðileg hugtök og vinna með þau á megindlegan hátt hagrannsókna. Rannsókn þessarar yfirferðar felst loks í því að yfirfæra fræðilegar og megindlegar niðurstöður yfir á Íslenska fjármálakerfið þar sem helstu mælikvörðum yfir stærð þess og virkni er safnað saman. Megin niðurstöður þeirrar rannsóknar er að aukið dýpi fjármálakerfisins á tíunda áratugnum hafi skilað tilætluðum árangri í aukinni fjármálþjónustu og vaxandi framleiðslu og framleiðni á mann hér á landi. Þær miklu hækkanir sem urðu á efnahagsreikningi bankann, og öðrum mælikvörðum fjármálakerfisins, eftir einkavæðingu ríkisbankanna árið 2003 er hinsvegar erfitt að tengja við sömu mælikvarða. Hvað uppbyggingu fjármálakerfa varðar er erfitt að greina í sundur jávæð áhrif aukins dýpi bankakerfis annarsvegar og hlutabréfamarkaða hinsvegar hér á landi. Rannsóknir sem farið er yfir í þessari yfirferð benda þó til að bæði stofnanaform hafi jákvæð áhrif samtímis á vöxt framleiðslu og framleiðni á mann og virki því til stuðnings hvort öðru en ekki sem staðkvæmdir

Samþykkt
20.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
HaukurBenediktsson... .pdf1,03MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna