ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6293

Titill

Vörumerkjavitund og vörumerkjaímynd farsímaþjónustufyrirtækja á Íslandi

Skilað
Október 2010
Útdráttur

Viðskiptavina-grundað vörumerkjavirði snýst um að fyrirtæki geri sér grein fyrir mikilvægi viðskiptavinarins við uppbyggingu og stjórnun á vörumerkjavirðinu. Þar sem forsenda viðskiptavina-grundaðs vörumerkjavirðis er styrkleiki vörumerkis í huga neytandans, þá er góð vörumerkjaþekking hans mikilvæg fyrir vörumerkið. Vörumerkjaþekkingu er hægt að skipta í vörumerkjavitund og vörumerkjaímynd. Vörumerkjaímynd er skynjun neytandans á vörumerkinu og hvernig það kemur honum fyrir sjónir, sem endurspeglast í mismunandi hugrenningatengslum þegar vörumerkið kemur upp í huga hans.
Meginmarkmið ritgerðarinnar er að komast að vörumerkjavitund og vörumerkjaímynd farsímaþjónustufyrirtækja á Íslandi meðal fólks á aldrinum 16-30 ára og bera hana saman við hugmyndir farsímaþjónustufyrirtækjanna um vitund og ímynd þeirra. Rannsóknin var framkvæmd með megindlegum og eigindlegum aðferðum þar sem könnun var lögð fyrir úrtak og viðtöl tekin við talsmenn farsímaþjónustufyrirtækjanna. Notuð voru vörukort til þess að sitja fram helstu niðurstöður könnunarinnar.
Af vörukortunum að dæma hafa fyrirtækin á markaðnum nokkuð skýra stöðu í huga þátttakenda könnunarinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að talsmenn farsímaþjónustufyrirtækjanna höfðu nokkuð góða hugmynd um raunverulega vitund og ímynd þeirra. Helstu takmarkanir rannsóknarinnar eru einsleitur hópur þátttakenda, skipting þátttakenda eftir farsímaþjónustufyrirtæki og fjöldi þátttakenda.

Samþykkt
20.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Vörumerkjavitund o... .pdf861KBLokaður Heildartexti PDF