is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6311

Titill: 
  • Fjármál sveitarfélaga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjármál sveitarfélaga hafa verið mikið í umræðunni síðustu misserin og þá aðallega vegna skuldastöðu þeirra. Miklar skuldir sveitarfélaga má að einhverju leyti rekja til efnahagshrunsins haustið 2008, en þó er ljóst að fyrir þann tíma voru skuldir og skuldbindingar margra sveitarfélaga þegar mjög miklar miðað við tekjumöguleika þeirra . Það er A-hluti starfsemi sveitarfélaga sem er til umfjöllunar í þessari ritgerð eins og nánar er vikið að í inngangi.
    Í 1. kafla ritgerðarinnar er fjallað um lagareglur um fjármál sveitarfélaga, farið yfir helstu lagareglur sem sveitarstjórnum ber að fara eftir varðandi rekstur og meðferð fjármuna. Hinir kjörnu fulltrúar bera ábyrgð á meðferð fjámuna sveitarfélags og ber að sjá til þess að sveitarsjóður sé rekinn án halla. Í sveitarstjórnalögunum er hins vegar ekki skilgreint með beinum hætti hvernig bregðast skal við þegar halli verður á rekstri sveitarsjóðs og ekki er að finna í lögunum neinar takmarkanir á heimildum sveitarstjórna til að stofna til skulda. Það er þannig ekkert hámark skulda sem miðað er við í lögunum eða skuldaþak, en almenn ákvæði látin nægja um að sveitarstjórnir gæti ábyrgðar í meðferð fjármuna og að rekstrarniðurstaðan skuli vera jákvæð sé þess kostur. Talið er í ályktun í 1. kafla að að skerpa þurfi ákvæði sveitarstjórnarlaga um fjármál sveitarfélaga með það að markmiði að tryggja stöðugleika í fjármálastjórn og meðferð fjármuna og koma í veg fyrir að óábyrg fjármálastjórn sveitarstjórnar, geti leitt sveitarsjóð og íbúa sveitarfélags í fjárhagslegar ógöngur. Til dæmis gætu reglur um heimild sveitarstjórna til skuldsetningar sveitarfélaga stuðlað að meiri stöðuleika, jafnframt því sem skýrari reglur um hvernig bregðast skal við eftir taprekstur sveitarfélags, geta stuðlað að ábyrgari fjármálastjórn.
    Í 2. kafla er fjallað um reikningsskil sveitarfélaga og þær reglur sem ber að fylgja varðandi innihald og framsetningu þeirra. Fram kemur að reikningsskil sveitarsjóða hafa verið illa samanburðarhæf, einkum vegna mismunandi meðferðar á fjármögnun mannvirkja svo sem skóla og íþróttamannvirkja og mismunandi meðferðar á gjaldfærslu kostnaðar vegna þeirra. Sveitarsjóðir hafa með höndum tiltekna grunnþjónustu við íbúa og ýmis lögbundin verkefni þannig að samanburður milli þeirra ætti vera auðveldur, en nýjar reglur um samræmdari meðferð eigna og skulda vegna leigðra mannvirkja munu leiða til aukinnar samræmingar.
    Í 3. kafla er fjallað um eftilit með fjármálum sveitarfélaga, sem má skipta í tvennt þ.e. annar vergar eftirlit eða enduskoðun endurskoðenda og skoðunarmanna, en hins vegar eftirlit opinbera eftirlit. Endurskoðun hjá sveitarfélögum er með hliðstæðum hætti og almennt gerist hjá fyrirtækjum í atvinnurekstri þ.e. endurskoðun er í framkvæmd af ytri endurskoðendum. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélag sem skipuð er af ráðherra er ætlað að fylgjast með reikningsskilum og fjárhagsáætlunum sveitarfélga. Nefndin er ætlað að aðvara sveitarstjórn og kalla eftir skýringum ef í ljós kemur að afkoma sveitarsjóðs er neikvæð eða fjárlmál sveitarfélgs stefna að öðru leyti í óefni. Sveitarstjórn á þó að hafa frumkvæði að því að tilkynna nefndinni ef sveitarfélag kemst í fjárþröng. Telja verður að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þurfi skýrari lagaheimildir til eftirlits og aðgerða þegar fjármál sveitarfélgs stefna í óefni því það er sameiginlegt hagsmunamál sveitarfélga í landinu að sveitarfélög og íbúar þeirra verði ekki fyrir fjárhagslegu áfalli.
    Í 4. kafla er leitast við að gera nokkra grein fyrir tekjuöflun sveitarfélaga og gjöldum, afkomu þeirra og fjárhagstöðu, einkum skuldastöðu. Dregin eru fram þau vandkvæði sem eru á samanburði milli sveitarfélaga einkum vegna mismundi meðferðar á kostnaði við mannvirki, sem nauðsynleg eru til reksturs grunnþjónustu, eftir því hvort mannvirkin eru í eigu sveitarfélags eða þau eru leigð af öðrum. Í því sambandi er gerð er grein fyrir þeim mikla mun sem er á framsetningu efnahagsreiknings eftir því hvort leigusamningar um mannvirki, þ.e. eignir og skuldir vegna þeirra, eru færð í efnahagsreikning eða ekki. Heildarskuldir og skuldbindingar nokkurra sveitarfélaga virðast komnar á hættustig. Hér er þó ekki um neina heildarúttekt á rekstri og fjárhagsstöðu sveitarfélaga að ræða heldur leitast við að draga fram nokkur dæmi.

Samþykkt: 
  • 20.9.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Svava Ólafsdottir BS ritgerð.pdf178.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna