ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6319

Titill

Stefnumótun - Landsmót hestamanna. Raundæmisrannsókn

Skilað
September 2010
Útdráttur

Þessi meistaraprófsritgerð byggist á raundæmisrannsókn þar sem meginmarkmiðið var að koma með innlegg sem mögulega gæti stutt við stefnumótun Landsmóts hestamanna. Reynt var að varpa ljósi á það hvernig Landsmót hestamanna þyrfti að vera til að mæta hagsmunum keppenda og áhorfenda innlendra sem erlendra sem best. Auk þess var leitast við að draga fram lærdóm af síðustu sex Landsmótum sem og að benda á þær áskoranir og áherslur sem aðstandendur Landsmóts standa frammi fyrir í stefnumótuninni. Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru í stuttu máli eftirfarandi:
Í augum keppenda og áhorfenda má Landsmót í stórum dráttum vera áfram í þeirri mynd sem það er nú. Helstu athugasemdirnar voru í þá veru að mótið væri helst til of viðamikið, það þyrfti að rýmka dagskrána og fækka hestum. Hinsvegar komu fram kröfur um betri aðbúnað og þjónustu á Landsmótum. Þrjár veigamestu óskirnar í því sambandi, og hafa hvað mest áhrif á stefnumótun Landsmóts. Voru; að hafa, hesthúspláss fyrir öll keppnishross inni á mótsvæðinu, hitaveitu á staðnum og að fjölbreyttir gistimöguleikar séu fyrir hendi í um 20 km radíus frá mótssvæðinu.
Þann lærdóm sem helst má draga af síðustu Landsmótum er að undibúningstíminn þarf að vera lengri, helst með meiri samfellu í starfi framkvæmdastjóra á milli móta. Auk þess að nýta megi betur aðferðir viðburðastjórnunar. Með því að jafna þarfir hagsmunaaðilanna, gera áhættumat og viðbragðsáætlanir, sem og skýrslur eftir hvert mót svo eitthvað sé nefnt. Einnig þarf að gera skýrari línur í vali á landsmótsstöðum og virkja betur opinbera aðila eins og sveitafélög og ferðamálaráð.
Samkvæmt niðurstöðunum er núverandi stefna Landsmóts nokkuð óljós. Þar sem hún hefur ekki verið sett fram með formlegum hætti og birtist í ósamstöðu á milli aðstandenda Landsmóts um val á landsmótsstöðum og hvert eigi að stefna. Auk þess hefur hlutverk mótsins ekki verið endurskilgreint frá upphaflegu hlutverki þess, þrátt fyrir að umtalsverðar breytingar hafi orðið á hestamennskunni í landinu sem og á mótinu sjálfu frá upphafi þess. Aðstandendur Landsmóts standa því frammi fyrir þeirri áskorun, að sameinast um að endurskilgreina hlutverk Landsmóts, velja framtíðarsýn, setja markmið, móta stefnuna og fylgja henni eftir með markvissum hætti.

Samþykkt
21.9.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Hjörný_lokaeintak.pdf6,14MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna