ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6367

Titill

Augun mín og augun þín. Augnatillit með fornafnatilvísunum og í hlutverkaskiptum í íslenska táknmálinu

Skilað
Maí 2007
Útdráttur

Augun gegna málfræðilegu hlutverki í táknmálum og er augnatillit með fornafnatilvísunum og í hlutverkaskiptum aðeins lítill hluti hegðunar augna. Þar sem rannsóknir á málfræði íslenska táknmálsins eru ekki langt á veg komnar er nauðsynlegt að skoða rannsóknir erlendra fræðimanna á sviði táknmálsfræða. Í fræðilegri umfjöllun um efnið eru fornafnatilvísanir í erlendum táknmálum skoðaðar með sérstakri áherslu á augnatillit. Því næst er hugtakið hlutverkaskipti útskýrt og augnatillit í hlutverkaskiptum skoðað í framhaldi af því. Þá hefur verið lagður grunnur að rannsókn sem miðar aðeins að augnatilliti með fornafnatilvísunum og í hlutverkaskiptum í íslenska táknmálinu. Að lokum er rannsóknin borin saman við rannsóknir erlendra fræðimanna og nánar litið á hvort hægt sé að finna sambærilega þætti milli íslenska táknmálsins og annarra táknmála. Rannsóknin er ekki umfangsmikil en gefur þó ágæta mynd af því hvernig augnatilliti með fornafnabendingum og í hlutverkaskiptum er háttað í íslenska táknmálinu. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að augnatillit í íslenska táknmálinu líkist einna helst augnatilliti í danska táknmálinu. Vitað er að bendingar í íslenska táknmálinu sýna ekki kyn vísimiða en hingað til hafa engar rannsóknir verið gerðar á persónu bendinga í íslenska táknmálinu. Erlenda fræðimenn greinir á um hvort persónur í táknmálum séu tvær eða þrjár og hvort augnatillit geti greint á milli persóna. Af niðurstöðum þessarar rannsóknar að dæma eru persónur í íslenska táknmálinu aðeins tvær líkt og fram kemur í rannsóknum á danska og ameríska táknmálinu (Engberg-Pedersen 1995 og Meier 1990) en ekki þrjár líkt og í íslensku. Niðurstöður rannsóknarinnar á augnatilliti í hlutverkaskiptum eru keimlíkar niðurstöðum rannsóknar Engberg-Pedersen (2003) á augnatilliti í hlutverkaskiptum í danska táknmálinu en táknarar sýna hlutverkaskipti með augnatilliti á fjóra vegu. Hins vegar fundust dæmi þess að táknarar fylgdu ekki reglunni um að rjúfa augnsamband við áhorfendur á meðan þeir eru í hlutverki sögupersónu og gæti það verið merki um sérstæði augnatillits í hlutverkaskiptum í íslenska táknmálinu.

Samþykkt
4.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Kría_B.A.-ritgerð.pdf521KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna

Athugsemd: Skrána má aðeins lesa af skjá, ekki prenta út eða afrita með því að sverta texta og færa yfir í annað skjal.