is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6370

Titill: 
  • Getur einkarekstur í heilbrigðisþjónustu aukið hagkvæmni og gæði?
  • Titill er á ensku Privatization, efficiency and quality in the health sector
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þjónusta á sviði heilbrigðismála er ört vaxandi þáttur í nútímasamfélagi og nær m.a. til hefðbundinnar heilbrigðisþjónustu á sjúkrahúsum og stofnunum, auk margháttaðrar fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu utan stofnana til að bæta lífsgæði landsmanna. Samfara þessu hafa útgjöld til heilbrigðismála farið vaxandi. Í kjölfarið hafa sjónarmið um einkarekstur rutt sér til rúms og margir haft á orði að slíkur rekstur kunni að vera til hagsbóta hér á landi. Þá eru tengsl heilbrigðisþjónustunnar við mannréttindi og samhjálp mikil og siðfræðileg álitaefni mörg. Þessir þættir undirstrika mikilvægi þess að rannsóknir á þessu sviði séu gerðar. Í rannsóknarritgerð þessari verður vikið að heilbrigðisþjónustunni og skoðað hvort stjórnvöld geti hugsanlega farið nýjar leiðir í því augnamiði að hemja vöxt útgjalda ríkisins til málaflokksins.
    Í rannsókninni er notast við eigindalegar rannsóknaraðferðir. Markmið rannsóknarinnar er að greina með viðtölum við þátttakendur í rannsókninni eftirfarandi þætti: Getur einkarekstur aukið hagkvæmni og gæði? Hverjir eru kostir og gallar einkareksturs innan heilbrigðisþjónustunnar fyrir rekstur ríkisins og hvernig samræmist slíkur rekstur gildandi lögum um réttarstöðu borgaranna? Niðurstöður eru að mestu byggðar á greiningu á umfjöllun þátttakenda í rannsókninni, en að auki er byggt á rannsóknum annarra. Niðurstöðurnar byggjast því á huglægu mati og túlkun höfundar á viðfangsefninu.
    Niðurstaða höfundar er sú að mönnum hefur ekki enn tekist að sýna fram á að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu sé til þess fallinn að auka aðgang, árangur og gæði þjónustunnar. Þá er það mat höfundar að ekki hafi verið færð fram fullnægjandi rök fyrir því að einkarekstur dragi úr kostnaði hins opinbera innan heilbrigðiskerfisins. Auk þess kemur fram að hægt sé að veita miklu betri og meiri þjónustu fyrir það fé sem við höfum en veitt er, bæði að því er varðar mannafla og fjármuni. Gagnrýni þátttakenda rannsóknarinnar á heilbrigðiskerfinu er í fyrsta lagi sú að mikið skorti á að jafnræðis sé gætt í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í öðru lagi ber nokkuð á gagnrýni þess efnis að eftirlitið með heilbrigðiskerfinu væri ófullnægjandi, bæði hvað varðar faglega þáttinn sem og eftirlit með rekstri. Gagnrýnin tengist ekki rekstrarformi. Mat á því hvort mismunandi rekstrarform hafi áhrif á gæði heilbrigðisþjónustunnar er misvísandi. Nokkuð ljóst er að ýmiss konar álitamál geta risið um réttarstöðu og réttaröryggi þiggjenda heilbrigðisþjónustunnar þegar einkaaðilum er falin þjónustan með samningi við hið opinbera.

Samþykkt: 
  • 5.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6370


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPA Ingibj.Hauksd.10.pdf465.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna