ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/638

Titill

Upphaf leikskólagöngu barna : geðtengsl, aðlögun og foreldrasamstarf

Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um upphaf leikskólagöngu barna. Gengið er út frá
rannsóknarspurningunni: Á hverju byggist upphaf leikskólagöngu barna? Ritgerðinni er skipt
í þrjá aðalkafla, geðtengsl, aðlögun og foreldrasamstarf. Í hverjum kafla er fjallað fræðilega
um hvert atriði fyrir sig, kenningar fræðimanna og niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa
verið koma fram. Í kaflanum um geðtengsl kemur fram mikilvægi geðtengsla myndunar fyrir
barn sem er að hefja leikskólagöngu og hvernig geðtengsl foreldra við barn sitt geta haft áhrif
á myndun geðtengsla hjá barninu í leikskólanum. Í kaflanum um aðlögun er gerð grein fyrir
aðlögunarferlinu, einnig tekið fyrir vandamál sem geta komið upp og aðlögun barna með
sérþarfir fær sérstaka umfjöllun. Að lokum er kaflinn um foreldrasamstarf. Þar kemur fram
mikilvægi foreldrasamstarfs á leikskóla og hversu nauðsynlegt það er að hafa foreldra vel
upplýsta um starf og getu barnsins í leikskólanum. Foreldrasamstarf við foreldra fatlaðra
barna og foreldra af erlendum uppruna er sérstaklega tekið fyrir. Aðalheimildirnar eru
fræðibækur leikskólakennarans. Til viðbótar leitaði ég víða fanga og reyndi að nálgast efnið
frá sem flestum hliðum. Niðurstaða mín var sú að ef leikskólinn vinnur skipulega að því að
efla örugg geðtengsl, setur sér ákveðnar reglur um aðlögunarferlið og leggur áherslu á mikið
og vel undirbúið samstarf við foreldra, leggur hann góðan grunn að því að nám barnsins verði
árangursríkt og þroski þess eðlilegur.

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Upphaf leikskolago... .pdf330KBOpinn Upphaf leik - heild PDF Skoða/Opna