is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6381

Titill: 
  • Undirbúningur stöðlunar á WASI og samanburður við íslenska þýðingu á WAIS-III
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hér er fjallað um tvær rannsóknir. Rannsókn 1 er undirbúningur fyrir
    íslenska stöðlun á greindarprófinu Wechsler Abbreviated Scale of
    Intelligence (WASI) fyrir fullorðna á aldrinum 17-64 ára. Prófið var lagt
    fyrir 83 þátttakendur á norðurlandi til að safna gögnum til stöðlunar
    prófsins á landsvísu. Þátttakendur voru valdir með hentugleika í lagskiptu
    kvótaúrtaki. Flestir voru starfsmenn fyrirtækja og stofnana eða fólk af
    atvinnuleysisskrá. Meðalaldur var 34,8 ár og staðalfrávik 13,8. Karlar voru
    42 og konur 41. Megin niðurstöur eru að marktækur munur er á meðaltali
    heildarstiga eftir aldursbilum á undirprófunum Orðskilningur og Litafletir
    en ekki á undirprófunum Rökþrautir og Líkingar. Ekki var marktækur
    munur á meðaltali heildarstiga undirprófa eftir kyni. Meðaltal heildarstiga
    er hærra á öllum undirprófum eftir hærra menntunarstigi nema að því leyti
    að á Rökþrautum og Líkingum er meðaltal lægra hjá iðn- og
    sérmenntuðum en þeim sem eru með grunnskólapróf. Rannsókn 2 er
    samanburður á íslenskri útgáfu WASI og íslenskri þýðingu á Wechsler
    Adult Intelligence Scale-Third Edition (WAIS-III). Markmið var að kanna
    mun á frammistöðu fullorðinna íslendinga á Wechsler greindarprófi þegar
    annars vegar var notuð stutt útgáfa og mælitölur reiknaðar út frá
    bráðabirgðanormum sem byggja á stöðlun prófsins hér á landi og hins
    vegar sambærileg undirpróf lengri útgáfu prófsins sem hefur verið þýtt og
    staðfært hérlendis. Þátttakendur voru 51, flestir starfsmenn fyrirtækja og
    stofnana eða fólk af atvinnuleysisskrá. Þeir voru á aldrinum 35-44 ára,
    meðalaldur var 39,63 og staðalfrávik 2,74. Konur voru 30 eða 59% og
    karlar voru 21 eða 41% þátttakenda. Helstu niðurstöður eru að marktækur
    munur er á meðaltali mælitalna á öllum undirprófum WASI borið saman
    við sambærileg undirpróf WAIS-III. Meðaltal er hærra á WAIS-III en
    WASI á þremur undirprófum (Rökþrautum, Orðskilningi og Líkingum) en
    lægra á einu (Litaflötum). Það bendir til að líklega fái sami einstaklingur
    hærri mælitölu á þremur af fjórum undirprófum sem skoðuð voru ef þýdd
    og staðfærð útgáfa WAIS-III er lögð fyrir hann og mælitölur reiknaðar út
    frá bandarískum normum heldur en ef mælitölur byggjast á fyrirlögn
    WASI og viðmiðum úr íslensku stöðlunarúrtaki. Þetta undirstrikar að
    skekkjur fylgja notkun erlendra norma og mikilvægi þess að sú skekkja sé
    þekkt. Einnig styður þetta fyrri rannsóknir sem benda til að greind
    fullorðinna hérlendis sé ofmetin þegar bandarísk norm eru notuð en
    mögulegar afleiðingarnar þess eru að fólk fái ekki viðeigandi greiningu
    vanda og úrræði.

Samþykkt: 
  • 6.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6381


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
candpsychannasigga.pdf465.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna