is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6407

Titill: 
  • Hvernig öðlast börn lestrarfærni? : fræðileg umfjöllun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefni þessu er leitast við að svara eftirfarandi spurningu: Hvernig öðlast börn lestrarfærni?
    Í upphafi er gerð grein fyrir tengslum máls og læsis.Ýmsar kenningar málþroskans eru skoðaðar þar sem hann er undirstaðan að farsælu lestrarnámi. Farið er yfir þá þætti sem rannsóknir leggja áherslu á að þurfi að efla við undirbúning formlegs lestrarnáms og gefnar hugmyndir um aðferðir og leiðir.
    Skoðaðar eru kenningar um þróunarstig lesturs og ritunar og aðferðir sem lesandi beitir þegar hann les og ritar orð.
    Helstu lestrarvandamál barna eru flokkuð í þrjá undirhópa út frá kenningunni
    „The Simple View of Reading“. Varpað er ljósi á einkenni og orsakir lesblindu, birtingarform sértækra málþroskaraskana og lesskilningserfiðleika.
    Að lokum er rýnt í niðurstöður nýrrar rannsóknar á stöðu lestrarkennslu í íslenskum grunnskólum.

    Með hliðsjón af rannsóknarspurningunni er ljóst að oftast helst þróun lesturs og ritunar í hendur án vandkvæða hjá börnum sem ekki eiga í lestrarvandræðum. Hins vegar er hægt að kenna nánast öllum börnum að lesa þegar smemmtækri íhlutun er beitt. Hún byggist á að skima nemendahópinn með skimunarprófi sem getur sagt til um hverjir eru í áhættuhópi með að lenda í erfiðleikum með lestrarnámið. Kennslan þarf að byggja á gagnreyndum kennsluaðferðum, sem passa við eðli vandans samkvæmt niðurstöðum skimunar og nánari athugana. Lestrarkennsla gerir miklar kröfur til fagmennsku kennara, að hann þekki vel hvernig lestur og ritun barna þróast og kunni skil á aðferðum sem rannsóknir sýna, að gagnast best við að takast á við lestrarkennslu í fjölbreyttum nemendahópi.

Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf597.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna