ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Bifröst>Félagsvísindadeild>Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA)>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6409

Titill

Eiga Íslendingar að skrifa nýja stjórnarskrá?

Leiðbeinandi
Skilað
September 2010
Útdráttur

Nú þegar Alþingi hefur ákveðið að efna til stjórnlagaþings þarf að taka ákvörðun um hvort byggja eigi á Lýðveldisstjórnarskránni og gera umfangsmiklar breytingar á henni eða skrifa Íslandi nýja stjórnarskrá frá grunni.
Niðurstöður þessarar ritgerðar eru þær að meiri líkur séu á að góð sátt náist um nýja stjórnarskrá sem endurspegli þau gildi sem þjóðin getur sameinast um. Sú stjórnarskrá myndi einnig hæfa betur þeirri stjórnskipan sem Íslendingar ákveða. Það styrkir þessa niðurstöðu að við lýðveldisstofnun stóð til að setja nýja stjórnarskrá á næstu árum. Mörgum finnst því tími til kominn að þjóðin eignist sína eigin stjórnarskrá. Einnig er það niðurstaða þessarar ritgerðar að til að það takist og að sú stjórnarskrá njóti lögmætis verði að fara fram víðtæk umræða og fræðsla um stjórnarskrána í samfélaginu. Þannig geti þjóðin nálgast það verkefni með raunhæfum væntingum.
Í nútímasamfélagi er eðlilegur ágreiningur líklega besta sátt sem búast má við. Óraunhæft er að gera ráð fyrir að ný eða notuð stjórnarskrá geti orðið samfélagssáttmáli sem hver og einn Íslendingur geti samþykkt. Betra væri að gera ráð fyrir því að fólk hafi ólík gildi og ólíkar skoðaninir og fagna því að "úrtölumennirnir" taki þátt í umræðunni ólíkt því sem tíðkaðist fyrir efnahagshrunið 2008.

Samþykkt
11.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
BA ritgerð_Sævar_skil.pdf1,02MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna