ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6412

Titill

Sorg og áföll barna í grunnskóla : hvað getur skólinn gert?

Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Tilgangur þessa verkefnis er að fræðast um áföll sem geta orðið í grunnskólum svo ég geti verið viðbúin er ég hef störf sem kennari. Hvaða helstu áföll eru það sem takast þarf á við í grunnskólum og hvernig skal mögulega bregðast við þeim?
Til þess að fá svar við spurningunni lagðist ég í heimildarvinnu um sorg barna og dró niðurstöður saman í þessu verkefni. Í því eru skilgreiningar á því hvað sorg er, hvaða viðbragða má vænta í sorgarferli og hvert sé hlutverk starfsfólks grunnskóla þegar kemur að sorgarvinnu barna.
Ég mun leitast við að skýra hugtök eins og sorg, sorgarferli, algeng sorgarviðbrögð barna á grunnskólaaldri, skilning barna á sorg og dauða og hver viðbrögð grunnskólans ættu að vera við hinum ýmsu áföllum. Mun ég þó aðallega vinna út frá áfallinu sorg vegna dauðsfalls, þó ég skoði einnig önnur áföll í verkefninu. Ég greini frá því hvað kennarinn getur gert í kjölfar áfalls og set upp kennsluáætlun í lífsleikni fyrir fjórar kennslustundir þar sem kennari fléttar sorgarvinnu eftir dauðsfall bekkjarfélaga inn í námsefnið. Kennsluáætlunin er til þess fallin að fræða nemendur um líf og dauða, áföll og sorg og þær tilfinningar sem þeir geta upplifað í kjölfar dauðsfalls bekkjarfélaga. Ég tek fyrir kennsluáætlun sem á við 14-15 ára unglinga, vegna þess að vinna með þá getur verið erfið, þar sem þau eiga það til að vera mjög lokuð og bera oft tilfinningar sínar ekki á torg. Markmiðið með þessari vinnu er að fá þau til þess að opna sig og tjá sig um líðan sína og upplifun. Að hjálpa þeim að vinna úr tilfinningum sínum til þess að fyrirbyggja langvinn sálræn eftirköst og draga úr áhrifum áfalls. Með því er hægt að flýta fyrir bata þeirra sem fyrir áfallinu verða og auka stöðugleika í skólastarfinu.

Samþykkt
11.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Sorg og áföll barn... .pdf732KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna