is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6415

Titill: 
  • Er munur á málþroska eintyngdra barna og tvítyngdra? : rannsókn á þremur tvítyngdum börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort munur væri á málþroska ein- og tvítyngdra barna og ef svo væri, hvar hann lægi? Þetta var kannað með því að prófa þrjú tvítyngd börn á aldrinum sex til átta ára í myndun fleirtölu. Börnin voru prófuð í raun- og bullorðum, þeim var sýnd eintala af orðunum og áttu að nefna fleirtöluna. Notast var við próf frá Indriða Gíslasyni, Sigurði Konráðssyni og Benedikt Jóhannessyni. Prófið lögðu þeir fyrir 200 eintyngd íslensk börn við fjögurra og sex ára aldur í rannsókn á árunum 1980-1983. Frávik frá réttri fleirtölumyndun tvítyngdu barnanna voru skoðuð og metið hvort þau væru sambærileg við frávik eintyngdu barnanna. Út frá því hvernig börnin mynda fleirtölu var að lokum áætlað hve langt börnin væru komin í málþroska sínum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að frávik tvítyngdu barnanna eru ekki svo ólík frávikum eintyngdu barnanna. Mesti munurinn virðist liggja í hraðanum, þ.e. hversu fljótt orð koma inn í orðaforða barnanna og hvenær börnin ná tökum á fleirtöluendingum óreglulegu beygingarflokkanna Hér skiptir mestu máli hversu mikla reynslu tvítyngdu börnin hafa af móðurmáli sínu, íslensku. Þetta kom berlega í ljós þegar bakgrunnur tvítyngdu barnanna var skoðaður en hann er afar ólíkur og sýndi hann m.a. það að eina barnið sem var fætt á Íslandi og hafði gengið í íslenskan skóla vegnaði best í fleirtöluprófinu. Hins vegar vegnaði því barni sem lært hafði fjögur tungumál og ekki fengið neina skipulagða íslenskukennslu verst í prófinu, þó að það væri elst af þeim börnum sem prófuð voru í þessari rannsókn.

Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA- RITGERÐ.pdf883.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna