ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6416

Titill

Aðferðir og viðhorf lestrarkennara í Finnlandi og á Íslandi

Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Í þessari rannsókn voru könnuð viðhorf, áherslur og lestrarkennsluaðferðir níu íslenskra og níu finnskra kennara. Tilgangurinn var að finna út hvort einhver afgerandi þáttur gæti hugsanlega útskýrt velgengni Finna í alþjóðlegum lestrarkönnunum. Helstu niðurstöður voru á þá leið að finnskir kennarar vinna nær alltaf einir á meðan teymiskennsla er algengari hér á landi. Finnsku kennararnir höfðu meiri menntun og voru líklegri til að þróa sínar eigin kennsluaðferðir. Í Finnlandi eru starfandi bekkjardeildir fyrir sérþarfanemendur en hér á landi er ríkjandi sú stefna að skólinn sé án aðgreiningar. Matsaðferðir kennaranna voru mjög ólíkar, íslensku kennararnir voru með tíðar lestrarkannanir en í Finnlandi var aðeins prófað að vori. Íslensku kennararnir athuguðu nær daglega heimavinnu nemenda sinna en finnsku kennararnir gerðu það ekki heldur treystu á foreldrana til að sinna því. Þær ályktanir má draga af niðurstöðunum að mikil teymiskennsla íslenskra kennara geti hugsanlega dregið úr sveigjanleika þeirra til að koma til móts við alla nemendur sína þó að vissulega sé stefnt að einstaklingsmiðuðu námi. Þar að auki virðist mikil áhersla íslenskra kennara á formlegt námsmat í lestri ekki skila sér í betri námsárangri.

Samþykkt
11.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni B.Ed.pdf1,59MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna