ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Hug- og félagsvísindasvið>B.A./B.Ed. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/642

Titill

Hreyfing leikskólabarna

Útdráttur

Í verkefni þessu er fjallað um hreyfingu leikskólabarna. Unnið er út frá þeim spurningum
hvort leikskólabörn fái þá hreyfingu sem þau þurfa og hvernig aðstaðan til hreyfingar sé í
leikskólum Akureyrarbæjar.
Fjallað er um hreyfi- og líkamsþroska barna frá fæðingu og fram að sex ára aldri. Farið
er í þroskaferlið og sagt frá því hversu mikilvægt það er fyrstu árin. Hlutverk leikskóla í að
skapa góða aðstöðu til hreyfingar er rakið og sagt frá því hversu mikilvægt það er fyrir barn
að fá þá hreyfingu sem það þarf í leikskólanum. Fjallað er um offitu og sagt frá hvernig hægt
sé að aðstoða barn sem glímir við það vandamál. Einnig er fjallað um einhverfu, fyrst
almennt þar er sagt frá því hvernig einhverfa lýsir sér, en þar á eftir er fjallað um börn með
einhverfu það er hvernig barn sem glímir við þann sjúkdóm hegðar sér og hvernig einhverfa
er greind. Síðan er fjallað um hreyfigetu einhverfra barna og hvernig þeirra geta í
hreyfileikjum er. Leitað var eftir svörum frá einum af leikskólum Akureyrarbæjar um getu
einhverfs barns í hreyfileikjum.
Í síðari hluta ritgerðarinnar er rannsókn sem gerð var í leikskólum Akureyrabæjar þar
sem athugað var hvernig þeir uppfylla þá þörf sem börn hafa til að hreyfa sig. Þar kemur
meðal annars fram að leikskólarnir sem tóku þátt í könnunni eru allir að vinna með hreyfingu
en eru misvel búnir til að veita börnunum þá aðstöðu sem þau þurfa til hreyfingar.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
1.1.2007


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Fylgiskjöl.pdf171KBLokaður Hreyfing leik - fylgiskjöl PDF  
Hreyfing leikskóla... .pdf130KBLokaður hreyfing leik - heild PDF  
Yfirlýsingar og út... .pdf5,6KBOpinn hreyfing leik - útdráttur PDF Skoða/Opna