is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6420

Titill: 
  • Börn og sorg : fræðsla um lífið og dauðann í leikskólum og gagnsemi hennar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hvaða hugmyndir börn á leikskólaaldri gera sér um dauðann og hvernig þau upplifa fráfall náinna ættingja. Einnig er rætt um hvaða áhrif alvarleg veikindi náinna ættingja hafa á börnin. Hér er fjallað um hvernig best sé að hjálpa þeim að takast á við þessi áföll. Auk þess er rætt um leiðir til þess að gera leikskólabörn betur í stakk búin til að takast á við alvarleg áföll á borð við það að missa foreldri.
    Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru eftirfarandi: Rannsóknir hafa sýnt fram á að ef börnum er sagt satt um dauðsföll eða veikindi, þau fá að sjá hinn látna/veika og fá hlutverk í sorgarferlinu hjálpar það þeim að takast á við sorgina. Ekki síst vegna þess að það dregur úr ranghugmyndum þeirra. Hægt er, á heimilum og í leikskólum, að undirbúa börn fyrir alvarleg áföll með fræðslu um lífið og dauðann.

Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6420


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Börn og sorg.pdf123.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna