is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6443

Titill: 
  • Samþætting námsgreina : verkefnabanki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi greinargerð með lokaverkefni til B.Ed. gráðu, í grunnskólakennarafræðum, frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands fjallar um gerð verkefnabanka sem hýsir verkefni sem samþætta námsgreinar. Vefurinn er ætlaður starfandi grunnskólakennurum sem og kennaranemum. Þar hafa þeir aðgang að tilbúnum samþættingarverkefnum án endurgjalds.
    Samþættingarverkefnin á vefnum eru flokkuð eftir aldurstigum: yngsta stig – miðstig – elsta stig og leitast var við að setja þau fram á sem aðgengilegastan hátt. Samþættingarverkefnin – kennsluáætlanir og nemendaverkefni – eru öll tilbúin til útprentunar, eða vistunar, þannig að ekki ætti að þurfa að eyða miklum tíma til undirbúnings áður en þau eru notuð í kennslu. Fjallað er lítillega um námsmat á vefnum og er þar aðgengi að tilbúnum námsmatseyðublöðum. Einnig er hægt að nota vefinn sem kveikju að frekari verkefnagerð. Greinargerðin sem fylgir vefnum verður þar líka til aflestrar fyrir þá sem áhuga gætu haft á að fræðast meira um ferlið á bak við vefinn. Í henni má finna fræðilegan kafla um samþættingu og litið er á hvaða markmið Aðalnámskrá grunnskóla (2006/2007) setur varðandi þetta efni.
    Undanfarin ár hefur þróun kennsluhátta verið í þá átt að samþætta námsgreinar, en með samþættingu má slá margar flugur í einu höggi. Hægt er að tengja námsefnið betur við daglegt líf og á þann hátt þjálfa nemendur til þátttöku í því þjóðfélagi sem þeir búa í. Með því að samþætta námsgreinar er því stigið skref í þá átt að brúa þá gjá sem myndast oft á milli skóla og atvinnulífs. Einnig getur samþættingin unnið að því að gera öllum námsgreinum jafnhátt undir höfði í stað þess að tíðkast hefur að leggja aðaláherslu á bóklegar greinar. Kennarar eru ólíkir einstaklingar og hver og einn verður að finna hvaða aðferðir henta honum best. Ekki má þó gleyma að einnig verður að taka tillit til hvaða aðferðir henta hverjum og einum nemenda sem og bekknum í heild. Mikilvægt er því að hafa fjölbreytta flóru kennsluaðferða við hendina og telja höfundar að samþætting námsgreina sé afar mikilvægt verkfæri til að hafa í handraðanum.

Samþykkt: 
  • 11.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerd_verkefnabanka_JSH&RG.pdf314.7 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna