is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6458

Titill: 
  • Hvað ungur nemur gamall temur : hvernig foreldrar geta stuðlað að þróun læsis í uppeldi sínu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig foreldrar geta haft áhrif á þróun læsis hjá börnunum sínum. Dregin eru fram atriði sem ýta undir þá staðreynd að foreldrar hafa sannarlega mikil áhrif á lestrarframvindu barnsins áður en það byrjar í grunnskóla. Lestur er skoðaður út frá því sjónarhorni hvað gerist og hvaða kunnáttu barnið þarf að tileinka sér þegar það byrjar að læra að lesa. Skýrt er frá einföldum leiðum fyrir foreldra hvernig þeir geta haft áhrif á þróun læsis hjá barninu sínu. Í lok ritgerðar er sagt frá könnun sem undirrituð gerði til að varpa ljósi á hvort að íslenskir foreldrar ýttu undir þróun læsis hjá börnunum sínum. Úrtakið voru foreldrar leikskólabarna á Austurlandi og helstu niðurstöður sýndu að foreldrar eru virkir í að þróa læsi hjá börnunum sínum. Þeir sinna málörvun og þeim þótti mikilvægt að vinna í því að undirbúa þau fyrir að læra að lesa áður en þau hæfu skólagöngu.
    Lykilorð: Þróun læsis

Samþykkt: 
  • 12.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6458


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvað ungur nemur gamall temur-heild.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna