is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6476

Titill: 
  • Talað mál og framsögn í enskukennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inni á vefsvæði okkar, http://www.simnet.is/saragj/ er að finna kennsluefni fyrir enskukennara. Þetta er vefur sem eingöngu er byggður upp með áherslum á talað mál og framsögn. Efnið sem slíkt hentar nemendum vel allt upp í 7. bekk en það má með lítilli fyrirhöfn nota á öðrum skólastigum grunnskólans, í framhaldsskóla, fullorðinskennslu og í kennslu annarra tungumála. Leikir eru alltaf vinsælir og kennarar geta notað þá í hinum ýmsu aldurshópum. Þarna er að finna ýmsa leiki, rím, þulur, ljóð og tungubrjóta. Tilgangurinn er að gefa kennurum greiðan aðgang að efni til kennslu á sem einfaldastan hátt og að sama skapi bjóða fjölbreytta leiki, rím og þulur o.fl. Hugmyndin er að létta á undirbúningi kennslu, auka vægi leikja og gleði í kennslustofu og jafnframt að bjóða fram námsefni er stuðlar að bættri kennslu í töluðu máli og framsögn. Einnig eru á vefnum slóðir sem nýta má til enn frekari úrræða í enskukennslunni. Æfingarnar má annað hvort nota sem heildstætt námsefni eða sem hluta af kennslustund.
    Æfingar í töluðu máli og framsögn gagnast nemendum best fái þeir kennslu í réttri líkams- og raddbeitingu samhliða æfingunum. Á vefnum fylgja fyrst grunnæfingar í hvernig á að nota rödd og líkama á sem bestan hátt. Myndir fylgja sumum æfingunum til frekari útskýringar til að prenta út og sýna eða varpa upp á vegg með hjálp skjávarpa þar sem netslóð er að finna samhliða myndunum. Þessar æfingar eru gerðar með Aðalnámsskrá grunnskóla, í huga. Eins og áður hefur komið fram lúta æfingarnar og markmiðin að töluðu máli og framsögn í enskukennslu. Einnig eru hafðar í huga kenningar Piagets, Vygotsky og Gardners um mikilvægi talaðs máls

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 12.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð.pdf890.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna