is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6492

Titill: 
  • Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum. Umræðan um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er mikilvæg og vitund fólks hefur aukist um tilvist slíks ofbeldis. Í þessari ritgerð leitast ég við að svara eftirfarandi spurningunum: Hvað er kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og hver eru einkenni og afleiðingar þess? Hvernig er tekið á því þegar slík mál koma upp og hvaða forvarnir er að finna í íslensku samfélagi gegn slíku ofbeldi? Kynferðislegt ofbeldi er skilgreint sem hugtak sem notað er um kynferðislega misnotkun, kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega áreitni og sifjaspell. Flestir þeir sem beita barn kynferðislegu ofbeldi þekkja barnið og barnið treystir þeim. Rúmlega fimmta hver stelpa hérlendis er misnotuð fyrir 18 ára aldur og tíundi hver strákur. Afleiðingar kynferðislegs ofbeldis geta verið margvíslegar, svo sem skömm, þunglyndi, kvíði, sektarkennd og lágt sjálfsmat. Í Barnahúsi starfa sérfræðingar á sviði greiningar- og meðferðarvinnu með börnum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Samtökin Blátt áfram og Barnaheill gegna mikilli forvarnafræðslu og verndun barna gagnvart þessu málefni. Það skiptir máli hvernig foreldrar og starfsmenn huga að þessu málefni og bregðast við því, en mesta ábyrgðin er hjá foreldrum.

Samþykkt: 
  • 13.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.pdf535.63 kBLokaðurHeildartextiPDF