ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6493

Titill

Stærðfræði í dagsins önn : greinagerð með leikja- og hugmyndahefti

Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Stærðfræði í dagsins önn er lokaverkefni til B.Ed. í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands 2010. Verkefninu er skipt upp í tvo hluta, annars vegar greinagerð og hins vegar leikja- og hugmyndahefti í stærðfræði fyrir leikskólabörn. Í leikja- og hugmyndaheftinu er gerð grein fyrir hinum ýmsu stærðfræðileikjum og má þar finna hugmyndir að stærðfræðitengdum verkefnum/þrautum sem miðast hvoru tveggja að því að nálgast stærðfræðinám í gegnum leik. Í heftinu má finna fjóra kafla: Grunnleiki og einfaldar stærðfræðiþrautir, Borðleiki og stærðfræðiþrautir, Hreyfileiki og stærðfærðiþrautir og að lokum Útileiki og stærðfræðiþrautir. Er þannig reynt að koma til móts við alla þroskaþætti barnsins og vinna með helstu inntök stærðfræðinnar, þ.e, talna- og aðgerðaskilning, mælingar og rúmfræði auk þess sem komið er inn á mikilvægi rökhugsunar og grunnskilnings á líkindum. Í greinargerðinni er fjallað um mikilvægi stærðfræði-vitundar barna á leikskólaaldri og með hvaða hætti hægt er að efla hana í daglegu starfi og leik innan leikskólans. Við teljum að hvorki stærðfræði né mikilvægi stærðfræðivitundar leikskólabarna hafi nægilegt vægi innan leikskólakennara-menntunar. Í verkefninu er leitast við að sýna fram á mikilvægi stærðfræðináms í leikskóla, opna augu leikskólakennara fyrir mikilvægi hennar og um leið leggja þeim í hendur verkfæri til að flétta stærðfræði inn í námsvið leikskóla.

Samþykkt
13.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Stærðfræði í dagsi... .pdf551KBLokaður Heildartexti PDF