is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6498

Titill: 
  • Hinn almenni grunnskólakennari og þarfir nemenda með athyglisbrest með og án ofvirkni, ADHD: Hvaða þekkingu þarf kennari að hafa til þess að geta mætt þörfum nemenda með athyglisbrest með eða án ofvirkni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hvaða þekkingu kennari þarf að hafa til þess að geta mætt þörfum nemenda með athyglisbrest með eða án ofvirkni (Attention-deficit/hyperactivity disorder). Í skrifum þessum verður stuðst við ensku skammstöfunina ADHD. Markmið verkefnisins er að rannsaka mikilvægi þekkingar grunnskólakennara í skólastarfi á Íslandi í dag á ADHD, sérstaklega í ljósi þess að ætlast er til að grunnskólar vinni eftir stefnu skóla án aðgreiningar.
    Við vinnslu þessarar ritgerðar aflaði ég mér þekkingar um ADHD, greiningu þess og meðferð ásamt þeim stefnum , lögum og reglugerðum sem grunnskólar á Íslandi starfa eftir. Í framhaldi af því rannsakaði ég menntun grunnskólakennara og aflaði upplýsinga um nemendur með ADHD í grunnskólum og hvaða leiðir hafa verið farsælar til þess að koma til móts við þarfir þeirra. Í ritgerðinni er greining mín á ofangreindu kynnt ásamt greiningu á niðurstöðum þriggja rannsókna sem tengjast viðfangsefni ritgerðarinnar. Einnig greini ég frá eigindlegri rannsókn sem ég framkvæmdi með viðtölum við þrjá starfandi grunnskólakennara sem allir hafa kennt börnum með ADHD. Í því sambandi hafði ég eftirfarandi rannsóknarspurningu að leiðarljósi: Hvaða þekkingu þarf kennari að hafa til þess að geta mætt þörfum nemenda með (ADHD)?
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kennarar þurfa að hafa haldgóða og djúpa þekkingu á ADHD og þeim leiðum sem best eru til þess fallnar að styrkja jákvæða hegðun og efla sjálfstraust þessara nemenda. Viðmælendurnir höfðu allir aflað sér dýpri þekkingar frá fagaðilum eftir að formlegri menntun þeirra lauk, þar sem þeir töldu sína eigin menntun ekki fullnægjandi.

Samþykkt: 
  • 13.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_0407805219.pdf121.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna