ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6502

Titlar
  • Að hefja sig til flugs : fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar um textílmennt, ásamt rannsókn á saumavélakennslu í grunnskólum og námskveri í saumavélakennslu

  • Að hefja sig til flugs : námskver í saumavélakennslu fyrir grunnskólanemendur

Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Rannsóknarritgerð þessi er 10 eininga lokaverkefni til fullnaðar B.Ed gráðu við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið. Í rannsóknarritgerðinni verður fjallað um list- og verkgreinar. Til að þrengja og dýpka þekkingu okkar á tilteknu fagi, munum við beina sjónum okkar að einum þætti textílmennta, það er saumavélakennsla. Hvar, hver og hvernig eru hjálpargögnin sem textílkennarar nota til að hefja nemendur sína til flugs, við saumavélakennslu í grunnskólum. Til stuðnings við efnið gerðum við eigindlega rannsókn. Þar lögðum við fram staðlaðan viðtalsramma fyrir fimm starfandi textílkennara á höfuðborgasvæðinu þar sem við spurðum um kennsluhætti þeirra við saumavélakennslu. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að þörf væri á náms og kennsluefni um þennan þátt. Til þess að mæta þeirri þörf sömdum við nemendamiðað námsefni í saumavélakennslu, handhæga og hnitmiðaða námsbók sem við kjósum að kalla hér námskver.
Lykilorð: Saumavélakennsla, list og verkgreinar,

Samþykkt
13.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Að hefja sig til f... .pdf3,43MBLokaður Námskver í saumavélakennslu PDF  
Forsíða Lokaverkefni.pdf100KBOpinn Forsíða PDF Skoða/Opna
Lokaritgerð Að hef... .pdf292KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna