ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6508

Titill

Leikur barna í einingakubbum : stærðfræðin á bak við einingakubbana

Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Viðfangsefni þessarar ritgerðar til B.Ed prófs er einingakubbar og á hvaða hátt stærðfræðin fléttast inn notkun þeirra í leik barna. Fræðilegi kaflinn fjallar um hugmyndafræðina á bak við einingakubbana, höfund þeirra og þá þætti sem einingakubbarnir fara inn á. Í rannsóknarkaflanum var skoðaður þáttur stærðfræði í einingakubbaleik í tveimur leikskólum þar sem einingakubbar eru stór þáttur í daglegu starfi. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð þar sem beitt var skráningum og tekin viðtöl. Skráðar voru niður sex vettvangsathuganir og tekin voru fjögur viðtöl við starfsmenn. Gögnin voru flokkuð í nokkur þemu; umhverfi/rými, samskipti kennara og barna og stærðfræði.
Einingakubbar eru opinn efniviður sem hannaðir voru í byrjun 20. aldar af Caroline Pratt. Kubbarnir eru mismunandi að lögun og stærð en allir í ákveðnum hlutföllum út frá ferstrendum grunnkubbi. Í leik sínum með kubbana geta börn byggt upp stærðfræðilega þekkingu á rými, formum og fjölda.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að í leik barna með einingakubba er hægt að sjá glímu við stærðfræði, hvort sem áhersla er lögð á hana eður ei. Hinsvegar voru börnin á leikskólanum sem lagði áherslu á stærðfræði mun meira meðvituð um stærðfræðileg hugtök og báru byggingar þeirra þess merki.

Samþykkt
14.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni_BEd_R... .pdf1,2MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna