ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6521

Titill

Ranghugmyndir um náttúrulegt val : yfirlit um rannsóknir og forkönnun á þekkingu kennara

Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Rannsóknir hafa verið gerðar er beinast að skilningi nemenda á öllum skólastigum og kennurum á grundvallarhugtökum þróunarfræðinnar. Í ljós hefur komið að skilningur flestra er bágborinn og rangur. Einstaklingar búa yfir hugmyndum um þróunarfræðina sem eiga sér ekki vísindalega stoð og nefnast þessar hugmyndir ranghugmyndir. Þessar hugmyndir eru af ýmsum toga en fela m.a. í sér hugmyndir um að lífveran sjálf stjórni líffræðilegri aðlögun sinni eða að dýrin sækist eftir vænlegra umhverfi. Þessar hugmyndir geta verið sprottnar upp af margræðni hugtaka og misvísandi hugtakanotkunar meðal kennara og fjölmiðla. Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum rannsókna á þessu sviði og auk þess er greint frá niðurstöðum forkönnunar á skilningi 10 náttúrufræðikennara í grunnskólum á Suðurlandi á náttúrulegu vali og aðlögun. Ranghugmyndir voru greindar og niðurstöður könnunarinnar bornar saman við aðrar rannsóknir sem byggðu á sömu spurningum. Í ljós kom að 8 af 10 kennurum svöruðu að minnsta kosti einni spurningu í formi ranghugmyndar en úr viðtalshluta forkönnunar voru að meðaltali 54% kennara sem svöruðu spurningunum vísindalega rétt, sem er hærra hlutfall en má finna í samanburðarrannsóknum.

Samþykkt
14.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
ranghugmyndir um n... .pdf892KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna