ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6524

Titill

Áfallaviðbrögð leikskólabarna og áfallaáætlun leikskólans Marbakka : fræðileg umfjöllun og áfallaáætlun leikskólans Marbakka

Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Í þessari ritgerð mun ég varpa ljósi á hvað felst í hugtakinu sorg og við hvaða aðstæður sú tilfinning getur komið upp. Út frá því fjalla ég um hvernig sorgarferlið lýsir sér og hvernig hægt er að vinna sig út úr því. Verkefnið er í tvennu lagi, annars vegar er geri ég grein fyrir sorg barna, sorgarferli og þeirri vinnu sem fer fram meðan á því stendur og hins vegar áfallaáætlun leikskólans Marbakka. Í áætluninni greini ég frá hugsanlegum sorgaraðstæðum leikskólabarna og fékk ég hugmyndir frá starfsfólki leikskólans um hvaða þætti starfsfólkið vildi hafa í áætluninni. Í lok ritgerðarinnar dreg ég saman hver er ávinningur leikskólans af því að styðjast við slíka áætlun í sorgaraðstæðum.
Ástæða þess að ég kaus að fjalla um sorg barna og gera áfallaáætlun fyrir leikskólann Marbakka í lokaverkefni mínu er val mitt á fimmta misseri leikskólakennaranámsins, Áföll í nemendahópnum, námskeið sem fjallar um sorgaraðstæður og sorgarferli barna. Mér fannst námskeiðið hvetja til frekari fræðslu um aðstæður sem krefjast þess að kennarinn sé meðvitaður um hvað barnið er að ganga í gegnum hverju sinni

Samþykkt
14.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Áfallaviðbrögð lei... .pdf435KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna