is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6535

Titill: 
  • Samspil aga og lífsleikni : fræðileg umfjöllun og hagnýtar upplýsingar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um lífsleikni og samspil þess við aga. Til hliðsjónar völdum við að fjalla um PBS/SMT-skólafærni og Uppeldi til ábyrgðar sem eru tvö algengustu agakerfi sem notuð eru í grunnskólum hérlendis. Einnig kynntum við okkur Skólapúlsinn, sem er þróunarverkefni innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Skólapúlsinn er vefkerfi sem mælir stöðu og líðan nemenda. Við tókum fyrir efni Lions-Quest, Að ná tökum á tilverunni, því þar liggur upphaf lífsleiknikennslu. Við kynntum okkur hugmyndirnar að baki, annars vegar lífsleikni og hins vegar þeirra agakerfa sem við tókum mið af. Sem skilgreiningu á aga fannst okkur viðeigandi að fjalla um þá sýn dr. Howards Seeman að agavandi eigi aðeins við um truflun á kennslu.
    Til að fá innsýn inn í skólana, ákváðum við að nota eigindlega rannsókn. Við tókum viðtöl við skólastjórnendur og völdum til þess fjóra skóla sem hafa mismunandi áherslur í agastjórnun. Tilgangurinn var að finna út hvort kennsla í lífsleikni hefði áhrif á og styddi við þau agakerfi sem skólarnir væru að nota.
    Sem verðandi grunnskólakennarar vildum við kynna okkur hvernig góð bekkjarstjórnun stæði undir velfarnaði nemenda. Við teljum það hollt hverjum kennara að kynna sér nokkrar aðferðir við bekkjarstjórnun og hvað þurfi til að skapa góðan bekkjaranda.

Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6535


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til B.Ed_gvm1_jog27.pdf399.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna