is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6536

Titill: 
  • „Mhhpf a leid i skolann ...“ - um ritmál á fésbókinni og einkenni þess
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í tilviksrannsókn þeirri sem hér er fjallað um er rýnt gaumgæfilega í fésbækur nokkurra unglinga og kannað á hvern hátt talmálsáhrif birtast í hinu óformlega ritmáli fésbókarinnar. Rannsakandi fékk leyfi til að bæta átta nemendum úr 8. bekk grunnskóla í Reykjavík við fésbók sem stofnuð var sérstaklega af þessu tilefni. Tilgátan sem lögð var til grundvallar er sú að ritmál unglinga á fésbókinni beri mikinn svip af talmáli. Um tilviljunarúrtak var að ræða og var stuðst við þversniðsrannsókn. Rannsakandi vann sjálfur úr textanum og fann dæmi sem sýndu fram á aukin talmálsáhrif í ritmáli fésbókarinnar.
    Á fésbókinni má finna ýmis dæmi um nýyrði eins og til dæmis „gærið“ í merkingunni gærdagur, gærkvöld eða stytting á orðasambandinu „í gær“. Notkun lýsingarorða virðist vera á undanhaldi og tákn og myndir leysa þau af hólmi. Setningar byrja í ríkari mæli á sögnum. Frjálslega er farið með sérnöfn og í sumum tilvikum fá þau viðbættan greini, t.d. smáranum (Smáralindinni). Þá er iðulega horft framhjá reglum um stóran og lítinn staf. Oft renna orð saman í eitt, elskykkur eða eitt orð er ritað sem tvö, straeto timi.

Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf45.44 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
EvaOspMatthiasdottir_Lokaritgerd_skil.pdf505.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá.pdf94.74 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Viðaukar.pdf142.43 kBOpinnViðaukarPDFSkoða/Opna