is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6541

Titill: 
  • Biblíuspilið : mámspil í kristinfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Við nám okkar á Menntavísindasviði í Háskóla Íslands höfum við fengist við nám í
    kristnum fræðum og öðrum trúarbrögðum. Þannig fengum við mikinn áhuga á
    þessum fræðum og kennslu þeirra. Við höfum upplifað innan skólakerfisins mikið
    metnaðarleysi af hálfu kennara að kenna fræði tengdum kristni ásamt öðrum
    trúarbrögðum. Þess vegna kviknaði sú hugmynd að útbúa námsefni sem gæti
    gagnast kennurum sem og nemendum. Útkoman varð námspil sem við nefndum
    Biblíuspilið.
    Greinagerð þessi er unnin sem rökstuðningur með námspilinu. Auk
    greinagerðarinnar útbjuggum við fullkomið sýnishorn af spilinu.
    Markmið spilsins er að koma á framfæri ákveðinni þekkingu á fjölbreyttan og
    skemmtiegan máta. Þegar Biblíuspilið er spilað kemur það inn á fjölmarga námsþætti
    eins og til dæmis hæfni í samskiptum og að vinna í hópum, spilið reynir á
    leiklistarhæfileika, rökhugsun og ekki er verra að hafa auðugt og frjótt ímyndunarafl.
    Í fræðilega rökstuðningnum komum við inn á kenningu John Dewey “learning
    by doing” þ.e. nám í verki, greindarkenningu Howard Gardner og um kennsluaðferðir
    þar sem stuðst er við efni dr. Ingvars Sigurgeirssonar. Einnig er notast við
    Aðalnámskrá grunnskóla almenna hlutann og Aðalnámskrá grunnskóla Kristin fræði,
    siðfræði og trúarbragaðafræði. Samkvæmt kenningum eru spil og leikir gott tæki til
    að ná tökum á ákveðni þekkingu. Spilið okkar er hugsað sem þekkingarmiðað spil.
    Í viðaukanum er að finna allt sem fylgir spilinu það er leikreglur og
    spurningaflokkarnir.
    Íslenskt samfélag byggist að mörgu leyti upp á siðareglum Biblíunnar og því
    finnst okkur mikilvægt að skólar landsins stuðli að eflingu siðgæðisþroska nemenda
    með umræðum um siðferðileg álitamál. Þar með teljum við að leggja þurfi meiri
    áherslu á kennslu í kristnum fræðum þar sem kristilegt siðgæði er undirstaða í
    samskiptum manna og í menningu okkar.
    Með von um að lesturinn verði þér til fróðleiks og skemmtunar og að upp vakni
    löngun til að prófa að spila spilið.

Samþykkt: 
  • 14.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemma[1].pdf250.16 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
myndadæmi.pdf894.83 kBOpinnMyndir af spilinuPDFSkoða/Opna