is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6563

Titill: 
  • Samanburður á keppnisframmistöðu aflimaðra sundmanna í flokkum S9 og S10 á Evrópumóti fatlaðra í sundi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var framkvæmd í þeim tilgangi að skoða keppnisframmistöðu keppenda í flokkum S9 og S10 á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem haldið var á Íslandi dagana 18.-24. október 2009. Skoðað var lokatími keppenda, lokatími og stig reiknuð eru út frá gildandi heimsmetum, rástími, snúningstími, takalengd og takatíðni með tilliti til þess hvort þeir voru aflimaðir af hendi eða fæti.
    Rannsóknarspurningin sem við lögðum upp með er, er flokkunarkerfi IPC sanngjarnt gagnvart mismunandi aflimuðum einstaklingum sem keppa í sama flokki, í flokkum S9 og S10. Tilgáta okkar er sú að við teljum að það ætti ekki að vera marktækur munur á keppendum sem vantar á hendur eða fætur, þar sem að IPC telur að þeir eigi að vera í sama flokki samkvæmt rannsóknum þeirra og ætti flokkunarkerfið því að vera sanngjarnt.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að marktækur munur sé á milli þeirra keppenda sem vantar á hendur miðað við þá sem vantar á fætur í hluta af breytunum sem við skoðuðum. Þó að ekki sé marktækur munur á öllum breytunum má sjá augljósan kerfislægan mun þar sem að keppendur sem vantar á hendur koma yfirleitt betur út úr niðurstöðunum en þeir sem vantar á fætur. IPC vill samt meina að allir séu jafnir innan flokkanna og ætti því enginn munur að vera á milli þeirra sem vantar á hendi miðað við þá sem vantar á fót.
    Það væri áhugavert að skoða þessar breytur nánar og athuga betur hvort þessi munur gæti stafað af einhverju öðru. Þá mætti skoða aldur keppenda, reynslu þeirra í keppnum, hversu lengi þeir hafa æft sund og hversu mikið þeir æfa.

  • Útdráttur er á ensku

    This study was performed in order investigate the performance of the competitors in classes S9 and S10 in the European Paralympic swimming championship that was held in Iceland on October18th-24th 2009. Competitors’ dives, turns, final time, stroke length and stroke-rate were studied.
    The hypothesis that we started with was, is the IPC classification system fair to swimmers with one arm or one foot in classes S9 and S10? Our theory is that we don´t think that there should be any significant difference in competitors that are missing an arm or a foot, since the IPC thinks that they should be in the same class and according to their studies the classification system should be fair to swimmers in classes S9 and S10
    The results of this study show there is a significant difference between the competitors that are missing an arm compared to those who are missing a foot in some of the variables that we investigated. Even though there is not a significant difference in all of the variables there is an obvious systematic difference where the competitors that are missing an arm look better in the results than those who are missing a foot. IPC still wants to believe that everyone is equal within each class and therefore should not be any difference between those who are missing an arm and those who are missing a foot.
    It would be interesting to look at those variables more closely and see better if this difference could originate from something else. Then it could be possible to look at the competitors age, their experience in competitions, for how long they have been practicing swimming and how much they practice.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6563


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Loaverkefni pdf.pdf582.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Viðauki 2 pdf.pdf210.27 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna