is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6573

Titill: 
  • Ungmenni á tímamótum : tilfærsla fjögurra fatlaðra nemenda úr grunnskóla í framhaldsskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um tilfærslu fjögurra fatlaðra nemenda úr grunnskóla yfir í framhaldsskóla. Hún byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar sem unnin var á árunum 2009-2010. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt. Annars vegar að skoða með hvaða hætti almennur grunnskóli, sérskóli á grunnskólastigi, fjórir framhaldsskólar og mennta- og menningarmálaráðuneytið koma að tilfærslu nemendanna fjögurra milli skólastiga. Hins vegar að öðlast innsýn í reynsluheim, vonir og væntingar foreldra nemendanna auk upplifunar, reynslu og líðanar þeirra sjálfra. Þátttakendur rannsóknarinnar eru fjögur ungmenni, sjö foreldrar þeirra, þrír starfsmenn sérgrunnskóla, tveir starfsmenn almenns grunnskóla, fimm starfsmenn fjögurra framhaldsskóla og einn starfsmaður mennta- og menningarmálaráðuneytisins, alls 22. Tekin voru 28 viðtöl við þátttakendur á heimilum þeirra eða vinnustað, allt eftir óskum hvers og eins.
    Niðurstöður benda til að ekkert skýrt verkferli sé til hvað tilfærslu milli grunn- og framhaldsskóla varðar heldur sé það í höndum skólastofnana og foreldra hvernig staðið er að henni. Í niðurstöðum kemur fram að í mennta- og menningarmálaráðuneytinu er hafin stefnumótunarvinna hvað tilfærsluna varðar sem snýr m.a. að yfirsýn yfir heildarþjónustuþörf fatlaðra nemenda á lokaári í grunnskóla, fjölgun starfsbrauta og breyttum innritunartíma sem opnar fyrir samstarf og aðlögun við tilfærslu milli skólastiga. Þar er unnið að reglugerð um tilfærsluna og í bígerð er að vinna reglugerð um þá þjónustu sem ber að veita nemendum með sérþarfir innan framhaldsskóla. Niðurstöður benda einnig til að sýn foreldra á skólakerfið sé almennt jákvæð þó einnig komi fram eindregin ósk þeirra um meiri samskipan fatlaðra og ófatlaðra nemenda, aukin félagstengsl og þátttöku í samfélaginu. Þær niðurstöður sem snúa að upplifun nemenda benda til að þeim hafi liðið misjafnlega í grunnskóla og kom fram að tveir þátttakenda urðu fyrir einelti í kringum miðstig í grunnskóla. Svo virðist sem líðan þeirra í framhaldsskóla sé almennt góð. Nám í framhaldsskóla fer að miklu leyti fram í sérnámsbrautum og svo virðist sem fötluðu ungmennin séu oft nokkuð einangruð hvað nám varðar og félagsleg samskipti við ófatlaða nemendur eru takmörkuð. Aðgengi fatlaðra nemenda að námi við hlið ófatlaðra virðist stundum vera óskhyggja, nokkuð sem enn hefur ekki komist til framkvæmdar að fullu.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6573


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð f skemmu á pdf.pdf707.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna