ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6582

Titill

Hnefaleikar á Íslandi

Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Hnefaleikar hafa verið stundaðir á Íslandi með hléum frá árinu 1916. Í byrjun og fram á miðja 20. öld voru hnefaleikar mest stundaðir hjá íþróttafélögunum ÍR, KR og Ármanni en árið 1956 var íþróttin bönnuð með lögum. Árið 2002 setti Alþingi lög sem leyfðu áhugamannahnefaleika á Íslandi eftir miklar umræður bæði á Alþingi og einnig í þjóðfélaginu. Skoðanir voru mjög skiptar um gildi þessarar íþróttar og alþingismenn tókust hart á um hvort leyfa ætti íþróttina eða hvort bannið ætti að gilda áfram. Fylgismenn íþróttarinnar bentu á að ólympískir hnefaleikar væru ekki hættulegri íþrótt en aðrar íþróttir en þeir sem voru á móti því að leyfa ólympíska hnefaleika hér á landi voru alls ekki sammála því og vildu meina að íþróttin væri bæði skaðleg og hættuleg.
Tilgangur verkefnisins var að fræðast um sögu hnefaleika á Íslandi og kynna okkur umræður um þá hér á landi. Í ljós kom að hnefaleikar hafa allt frá byrjun verið afar umdeild íþrótt á Íslandi, mörgum finnst hún bæði ruddaleg og hættuleg á meðan aðrir telja hana góða og áhugaverða. Í þessu samhengi er mikilvægt að fólk rugli ekki saman áhugamannahnefaleikum og atvinnumannahnefaleikum en mikill munur er þar á milli.

Samþykkt
15.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni - Hne... .pdf336KBOpinn  PDF Skoða/Opna