is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6588

Titill: 
  • Einhverfa og meðferðarúrræði :TEACCH og atferlisþjálfun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þar sem einhverfa er afar flókin þroskaröskun, sem kemur fram með mismunandi hætti hjá hverju barni, þarf að beita fjölþættum aðferðum til að takast á við hana. Í samræmi við það eru sérfræðingar og foreldrar sífellt að verða opnari fyrir óhefðbundnum úrræðum. Talið er þó mikilvægt að nota heildstæðar áætlanir og sannreyndar aðferðir við kennslu og þjálfun og því er best að nota viðbótarúrræðin samhliða hefðbundnum úrræðum ef einstaklingar eru að prófa sig áfram. Útbreiddustu kennsluaðferðirnar hér á landi eru TEACCH annars vegar og heildstæð atferlismeðferð hins vegar sem hafa reynst mjög vel með börnum með einhverfu.
    Tilgangur ritgerðar var að afla upplýsinga um meðferðarúrræðin TEACCH og atferlisþjálfun sem og að fræðast betur um einhverfu. Horft var á þessi tvö úrræði til að sjá hvernig þau eru notuð í skólakerfinu og hvort þörf sé á að bæta þau. Litið var til leikskólaaldursins til barna í öðrum bekk í grunnskóla, eða frá eins árs aldri til sjö ára. Tekin voru viðtöl við einstaklinga sem vinna með börnum með einhverfu sem og farið í vettvangsheimsóknir til að fá betri mynd af úrræðunum.
    Vettvangsheimsóknirnar sýndu fram á að flestir starfsmenn skólanna notuðust við blandaðar aðferðir þó svo að þeir gáfu sig fyrir að fara eftir einni ákveðinni aðferð, þ.e. annað hvort TEACCH eða atferlisþjálfun. Flestir notuðu skipulagða kennslu og sjónrænar vísbendingar í bland við atferlisþjálfun, þar sem notast er við mikla endurtekningu og styrkingu fyrir hvert skref. Einnig horfðu allir starfsmenn á hvert og eitt barn og fundu leið sem hentaði því best hverju sinni. Niðurstöður gefa því til kynna að starfsmenn reyna að horfa út frá nemandanum og hanna aðferðirnar að barninu frekar en að fara eftir einni heildstæðri aðferð. Tekið er það besta úr aðferðunum tveimur og blandað saman. Þó þarf að hafa í huga að mikilvægt er að starfsmenn sem vinna með börnum með einhverfu geri sér grein fyrir einkennum einhverfunnar og þar af leiðandi geti notast við skipulagðari og áhrifaríkri notkun á sannreyndum aðferðum.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6588


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einhverfa og meðferðarúrræði TEACCH og atferlisþjálfun.pdf257.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna