is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6602

Titill: 
  • Hvernig gengur Olweusaráætlunin í skóla án aðgreiningar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ástæðan fyrir valinu á þessu viðfangsefni er að mikill áhugi var til staðar á þessu málefni af hálfu rannsakanda. Rannsóknir hafa sýnt að fatlaðir nemendur eiga það frekar á hættu að verða fyrir einelti og fannst rannsakanda því umhugsunarvert að kanna hvort unnið sé markvisst að því að draga úr einelti í þessum hópi. Þá hafa rannsóknir sýnt að í þeim skólum þar sem Olweusaráætlunin hefur verið tekin upp hefur dregið verulega úr einelti. Markmiðið með verkefninu er meðal annars að kanna hvort að nemendur séu að fá næga fræðslu um einelti og Olweusaráætlunina, hvort að hún sé sett fram á auðskilið mál, sé árgangamiðuð, hvort að hún komi til móts við ólíkar þarfir og fleira.
    Í rannsókninni er notast bæði við eigindlegar- og megindlegar rannsóknaraðferðir. Rannsakandi byrjaði að taka viðtöl og skoða efnið með vettvangsathugunum áður en hann beitti megindlegum aðferðum og sendi spurningalistakönnun á þátttakendur. Með því að nota spurningalistakönnun er hægt að ná til fleiri þátttakenda og ættu því rannsóknarniðurstöður að vera áreiðanlegri (Þorlákur Karlsson, 2001). Rannsakandi sendi spurningalistakönnun á verkefnastjóra Olweusaráætlunarinnar í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 21 starfandi verkefnastjórum í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu en 17 svöruðu könnuninni eða um 81%. Við tölfræðilega úrvinnslu könnunarinnar var notast við töflureikninn Excel.
    Niðurstöður könnunarinnar sýndi að unnið sé markvisst að Olweusaráætlunininni í flestum skólunum og virðist hún ganga nokkuð vel. Í flestum þeirra eru haldnir reglulegir umræðufundir, spurningalistakönnun er yfirleitt lögð fram, bekkjarreglur og bekkjarfundir eru haldnir reglulega og allir verkefnastjórarnir töldu Olweusaráætlunina vera á auðskildu máli svo allir skilji hana. En þegar kom að spurningum er snertu fatlaða nemendur var þekking á því sviði ekki fullnægjandi. Verkefnastjórarnir lýstu ákveðnum einkennum í fari nemenda sem eykur líkur á einelti, og nefndu þau ýmsa þætti sem áttu við um fatlaða einstaklinga. En þrátt fyrir það þá taldi meirihluti þeirra fatlaða nemendur ekki lenda frekar í einelti. Því telur rannsakandi að skólarnir séu ef til vill ekki með þessi mál alveg á hreinu og það vanti upp í þekkingarbrunn starfsmanna á þessu sviði.

Samþykkt: 
  • 15.10.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/6602


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Copy.pdf441.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna