ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/6620

Titill

Breyttar þarfir nýjar áherslur : fólk með Downs heilkenni á efri árum : heilabilun, sjón- og heyrnartap

Skilað
Apríl 2010
Útdráttur

Verkefni þetta er fræðileg heimildaritgerð sem fjallar um öldrun fólks með Downs heilkenni. Markmiðið er að komast að því hvernig starfsfólk getur mætt breyttum þörfum þess ef það fær heilabilun, sjón hrakar eða heyrn skerðist.
Fram kemur í ritgerðinni að öldrunareinkenni birtast fyrr hjá fólki með Downs heilkenni en öðrum. Heilabilun er mun algengari, svo og sjón- og heyrnarskerðing. Með tilkomu þessara öldrunareinkenna breytast þarfir fólks og taka þarf upp nýjar áherslur í þjónustu við það. Í ritgerðinni eru þrír þættir skoðaðir sérstaklega; heilabilun, sjón-- og heyrnartap.
Helstu niðurstöður ritgerðarinnar sýna fram á að þegar fólk fær heilabilun er mikilvægt að starfsfólk þekki þarfir þess, vandi samskipti, aðlagi umhverfið og leitist við að skilja hegðunarbreytingar. Hvað sjón og heyrn varðar eru forvarnir mikilvægar. Þegar sjón og/eða heyrn hefur hrakað er mikilvægt að starfsfólk hugi að samskiptum og þeirri leiðsögn sem það veitir og hvernig aðlaga má umhverfið þannig að það henti hverjum og einum.
Eins og sjá má er mikil áhersla lögð á samskipti og aðlögun umhverfis að einstaklingi, en markmiðið með því er að viðhalda sjálfstæði og lífsgæðum og auðvelda fólki að eldast með reisn.

Samþykkt
15.10.2010


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Breyttar þarfir - ... .pdf476KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna